Þriðji 1-0 sigur Barcelona í röð Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. mars 2023 22:02 Hetja Börsunga í kvöld. vísir/getty Barcelona styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með sterkum útisigri á Athletic Bilbao. Brasilíski sóknarmaðurinn Raphinha náði forystunni fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark leiksins en Inaki Williams virtist vera að jafna metin fyrir heimamenn á 87.mínútu en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR var það dæmt af vegna leikbrots í aðdraganda marksins. 0-1 sigur Barcelona staðreynd en þetta var þriðji leikur liðsins í röð sem endar þeim í vil með einu marki gegn engu. Hafa Börsungar nú níu stiga foryst á toppi deildarinnar þegar þrettán umferðum er ólokið. Spænski boltinn
Barcelona styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með sterkum útisigri á Athletic Bilbao. Brasilíski sóknarmaðurinn Raphinha náði forystunni fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark leiksins en Inaki Williams virtist vera að jafna metin fyrir heimamenn á 87.mínútu en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR var það dæmt af vegna leikbrots í aðdraganda marksins. 0-1 sigur Barcelona staðreynd en þetta var þriðji leikur liðsins í röð sem endar þeim í vil með einu marki gegn engu. Hafa Börsungar nú níu stiga foryst á toppi deildarinnar þegar þrettán umferðum er ólokið.