Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2023 11:20 Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur opnað almenna vefsölu en þar má sjá lausa daga á ársvæðum félagsins en þar á meðal eru Elliðaárnar. Umsóknarþunginn í Elliðaárnar hefur líklega aldrei verið meiri hjá félagsmönnum SVFR eins og hann var í vetur en ástæða þess er afar einföld. Það er líklega ekki hægt að komast í betri, ódýrari og jafn barnvæna veiði og í ánni en þarna hafa fjölmargir ungir veiðimenn einmitt fengið sína fyrstu laxa. Þegar reglum í ánni var breytt í þá átt að aðeins mátti veiða á flugu og öllu sleppt voru ýmsar efasemdaraddir uppi um að aðsókn í árnar myndi dragast saman en sú hefur ekki orðið raunin. Nú þegar úthlutun er lokið fara lausar stangir á vefsölu félagsins en það verður að segjast eins og er að ef þú ætlar að eiga einhvern möguleika á að kasta flugu í Elliðaárnar þarftu að vera nokkuð röskur eða rösk því það eru aðeins örfáar stangir eftir í september lausar en sá tími getur verið fantagóður. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði
Umsóknarþunginn í Elliðaárnar hefur líklega aldrei verið meiri hjá félagsmönnum SVFR eins og hann var í vetur en ástæða þess er afar einföld. Það er líklega ekki hægt að komast í betri, ódýrari og jafn barnvæna veiði og í ánni en þarna hafa fjölmargir ungir veiðimenn einmitt fengið sína fyrstu laxa. Þegar reglum í ánni var breytt í þá átt að aðeins mátti veiða á flugu og öllu sleppt voru ýmsar efasemdaraddir uppi um að aðsókn í árnar myndi dragast saman en sú hefur ekki orðið raunin. Nú þegar úthlutun er lokið fara lausar stangir á vefsölu félagsins en það verður að segjast eins og er að ef þú ætlar að eiga einhvern möguleika á að kasta flugu í Elliðaárnar þarftu að vera nokkuð röskur eða rösk því það eru aðeins örfáar stangir eftir í september lausar en sá tími getur verið fantagóður.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði