Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. mars 2023 20:32 Brúnaþungur Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Snædís Bára Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn. „Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“ Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
„Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“
Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10
Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30