Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 10:53 Egill Ólafsson sendi myndbandskveðju á Hlustendaverðlaununum. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira