Eva skellti sér fyrst í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á Selfossi hitti hún fyrir alvöru hnakka og komst að því að það besta sem bærinn hefur upp á að bjóða er djúpsteikt pylsa með Doritos í Pylsuvagninum fræga, eða Pulló eins og heimamenn kalla vagninn.
Á milli þess sem Eva skoðaði föt fyrir smáfólk og lék eftir atriði úr kvikmyndinni Titanic frá árinu 1997 ræddi hún við liðsmenn FSu sem keppa fyrir hönd skólans í FRÍS.
FSu hafði að lokum betur gegn FÁ í FRÍS síðastliðinn miðvikudag og skólinn er því kominn áfram í undanúrslit. Heimsókn Evu í FSu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram í kvöld þegar Tækniskólinn og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við í átta liða úrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Bein útsending hefst klukkan 19:30.