Úrslitahelgi Stórmeistaramótsins hefst í kvöld: Nær einhver að skáka Dusty? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. mars 2023 11:45 Atlantic Esports mætir Dusty í fyrri undanúrslitaviðureign kvöldsins áður en FH og Þór eigast við. Undanúrslit Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í kvöld. Ríkjandi meistarar Dusty hafa einokað titilinn seinustu ár og stefna í úrslit enn eina ferðina. Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti
Þó eru blikur á lofti sem benda til þess að einokunartíma Dusty gæti senn farið að ljúka. Atlantic Esports og Þór veittu Dusty harða samkeppni um deildarmeistaratitilinn í ár og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en í lokaumferðinni. Dusty og Atlantic mætast einmitt í fyrri viðureign kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi klukkan 17:30. Baráttan um deildarmeistaratitilinn var ekki sú eina sem var jöfn og spennandi frá upphafi til enda í Ljósleiðaradeildinni í ár því fjögur lið börðust um fjórða sætið fram á seinustu stundu. Þar á meðal var FH sem mætir Þórsurum í síðari undanúrslitaviðureign kvöldsins klukkan 20:30. Svona lítur Stórmeistaramótið út. Bein útsending frá Stórmeistaramótinu hefst á slaginu klukkan 17:00 og verður mikið um að vera í kringum leikina. Úrslitin sjálf fara svo fram á morgun og að þeim loknum fer fram CS:GO verðlaunahátíðin þar sem bjartasta vonin, leikmaður ársins og lið ársins verða meðal þeirra sem verða heiðruð. Þá verður einnig nóg um að vera í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, á meðan undanúrslit og úrslit fara fram. Leikirnir verða þar sýndir á risaskjá og að útsendingu lokinni fer verðlaunahátíðin fram.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti