Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 14:38 Haldið er upp á fimmtíu ára afmæli Kjarvalsstaða um helgina. Sagan segir að Kjarval sjálfur hafi ekki treyst borgaryfirvöldum við framkvæmdir og mætt með eigin skóflu að heiman. vísir/vilhelm Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur. Myndlist Reykjavík Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira