Tónlist

Snæfríður Ingvars frumsýnir sitt fyrsta tónlistarmyndband

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Snæfríður Ingvarsdóttir frumsýnir hér að neðan tónlistarmyndband við lagið Lilies.
Snæfríður Ingvarsdóttir frumsýnir hér að neðan tónlistarmyndband við lagið Lilies. Vísir/Vilhelm

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Lilies sem leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir var að gefa út.

Hér má sjá tónlistarmyndbandið:

Klippa: Snæfríður - Lilies

Leikstjórar myndbandsins eru Arni & Kinski og Jónatan Grétarsson. Klipping og eftirvinnsla var í einnig í höndum Arna & Kinski en Sunna Björk sá um förðun og Birna Magnea um hár.

Plötuumslagið fyrir Lilies.Anna Maggý

Er um að ræða fyrstu smáskífu sem Snæfríður Ingvarsdóttir sendir frá sér en hún hefur komið víða að í hinum listræna heimi og þá sérstaklega sem leikkona. Lagið er draumkennt popplag og segir Snæfríður að þau hafi verið að leitast eftir svolítið dáleiðandi tilfinningu fyrir það. 

„Fyrir mér er þetta ástarlag og það er ákveðin von og birta í því. Mér finnst það líka tákna nýtt upphaf og endurnýjun, ég túlka lagið þannig, en auðvitað er ekkert eitt rétt í því og listin er bara þannig að hver og einn túlkar á sinn hátt,“ segir Snæfríður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×