Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 23:02 Eva Ágústa Aradóttir (t.v.) er einn skipuleggjenda sýningarinnar og Margrét Oddný Leópoldsdóttir á verk á sýningunni. Stöð 2 Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna. Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna.
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira