Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 23:02 Eva Ágústa Aradóttir (t.v.) er einn skipuleggjenda sýningarinnar og Margrét Oddný Leópoldsdóttir á verk á sýningunni. Stöð 2 Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna. Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Einhverfusamtökin munu fagna alþjóðlegum degi einhverfunnar, sem haldinn er 2. apríl ár hvert, á forsendum einhverfra, með listsýningu þar sem áherslan er lögð á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks. Eva Ágústa Aradóttir, einn skipuleggjenda sýningarinnar, segir að á sýningunni muni ýmissa grasa kenna. „Það er bara eiginlega allt við erum með myndlist, ljósmyndir, teikningar, málverk og við erum með ljóðalestur, við sýnum stuttmynd,“ segir hún. Margrét Oddný Leópoldsdóttir, listakona og félagi í Einhverfusamtökunum, segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir samtökin. „Fyrir okkur er aðalmálið að sýna fjölbreytileikann í hópnum. Við erum alls konar og við erum bara venjulegt fólk. Svona aðeins að brjóta upp steríótýpuna af einhverfum og að sýna að við getum gert allt sem annað fólk getur gert,“ segir hún. Þá segir Eva Ágústa að lengi hafi einhverfir verið í felum eða haft þá ímynd að þeir kunni ekkert. „Að við getum ekki talað, að við getum ekki tjáð okkur, að við getum ekki verið fyndin eða skemmtileg, í rauninni bara nefndu það. Listinn af því sem við getum ekki er í raun ótæmandi miðað við hugmyndir fólks um okkur. En listinn sem er ótæmandi, yfir það sem við getum, hann er líka stór. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þessi sýning sé til staðar, svo við fáum að vera við,“ segir hún. Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á vef Einhverfusamtakanna.
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira