Kiel á toppinn eftir sigur á Íslendingaliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 15:52 Hákon Daði skoraði eitt mark fyrir Gummersbach gegn Kiel í dag. Vísir/Getty Stórlið Kiel er komið á topp þýsku úrvalsdeildinnar í handknattleik eftir sigur á lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í dag. Kiel var fyrir leikinn í dag einu stigi á eftir Fusche Berlin og gat náð toppsætinu eftir að Magdeburg, sem var jafnt Kiel að stigum fyrir leikinn, mistókst að tylla sér á toppinn eftir jafntefli við Melsungen fyrr í dag. Heimalið Gummersbach byrjaði mun betur í dag og komst í 8-3 eftir að fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá kom hins vegar frábær kafli hjá Kiel sem skoraði átta mörk í röð og breytti stöðunni í 11-8. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Kiel eftir að heimamenn náðu að minnka muninn alveg undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Heimamenn byrjuðu betur og jöfnuðu í stöðunni 13-13 en Kiel náði frumkvæðinu á ný. Gestirnir náðu fjögurra marka forskoti í stöðunni 23-19 og þann mun náði Gummersbach ekki að brúa. Kiel vann að lokum 30-26 og er því komið á topp deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach en hann þurfti að yfirgefa völlinn um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa fengið sína þriðju tveggja mínútna brottvísun. Þá skoraði Hákon Daði Styrmisson eitt mark fyrir heimamenn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem tapaði stórt fyrir Valsbönunum í Göppingen á útivelli í dag. Lokatölur 37-28 en Bergischer er með tuttugu og fjögur stig i áttunda sæti deildarinnar en Göppingen með nítján stig nokkrum sætum neðar. Þá töpuðu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf. Viggó Kristjánsson var fjarri góðu gamni hjá Leipzig en hann mun ekki leika meira á tímabilinu vegna meiðsla. Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Kiel var fyrir leikinn í dag einu stigi á eftir Fusche Berlin og gat náð toppsætinu eftir að Magdeburg, sem var jafnt Kiel að stigum fyrir leikinn, mistókst að tylla sér á toppinn eftir jafntefli við Melsungen fyrr í dag. Heimalið Gummersbach byrjaði mun betur í dag og komst í 8-3 eftir að fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá kom hins vegar frábær kafli hjá Kiel sem skoraði átta mörk í röð og breytti stöðunni í 11-8. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Kiel eftir að heimamenn náðu að minnka muninn alveg undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Heimamenn byrjuðu betur og jöfnuðu í stöðunni 13-13 en Kiel náði frumkvæðinu á ný. Gestirnir náðu fjögurra marka forskoti í stöðunni 23-19 og þann mun náði Gummersbach ekki að brúa. Kiel vann að lokum 30-26 og er því komið á topp deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach en hann þurfti að yfirgefa völlinn um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa fengið sína þriðju tveggja mínútna brottvísun. Þá skoraði Hákon Daði Styrmisson eitt mark fyrir heimamenn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem tapaði stórt fyrir Valsbönunum í Göppingen á útivelli í dag. Lokatölur 37-28 en Bergischer er með tuttugu og fjögur stig i áttunda sæti deildarinnar en Göppingen með nítján stig nokkrum sætum neðar. Þá töpuðu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf. Viggó Kristjánsson var fjarri góðu gamni hjá Leipzig en hann mun ekki leika meira á tímabilinu vegna meiðsla.
Þýski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira