Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. apríl 2023 07:00 Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis eða fólk sem flytur til Íslands til að búa og starfa hér. Adrian Keating var fyrir stuttu ráðinn sem einn af lykilstjórnendum Play flugfélagsins og hann gerir hvoru tveggja: Starfar í Reykjavík en býr í London. Vísir/Vilhelm Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. Adrian Keating gerir hvoru tveggja: Býr í London, vinnur í Reykjavík. Fyrir nokkrum vikum síðan var tilkynnt um að Adrian Keating hefði verið ráðinn sem yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play og þar með orðinn hluti af lykilstjórnendahóp félagsins. Adrian, sem er 42 ára, á eiginkonu og tvö börn Watford í London en hann skiptir fimm daga vinnuvikunni sinni þannig að í þrjá daga starfar hann í Reykjavík en tvö í fjarvinnu frá Watford. Börn Adrian eru fjögurra ára og fimm ára og segist Adrian meðvitaður um að nýta tímann vel þegar hann er í fríi með fjölskyldunni. Og síðan öfugt þá daga sem hann er að vinna. „Mér finnst þetta frábær rútína og ég næ jafnvæginu á milli vinnu og einkalífs mjög vel. Ég er kominn heim á miðvikudagskvöldum og fer aftur á mánudagsmorgnum. Fyrir fjölskylduna er þetta reyndar ekki mikil breyting því að ég hef starfað í geiranum svo lengi. En þetta eru að jafnaði tvær nætur á viku sem ég sef ekki heima,“ segir Adrian. Adrian byrjaði að vinna í flugbransanum fyrir um 24 árum síðan, eða árið 1999, þá hjá British Airways. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað hjá easy-Jet, Etihad, Malaysia Airlines, Air Transat og norska flugfélaginu Norse Atlantic. Við skulum forvitnast aðeins um æsku og starfsferil Adrian. Í flugbransann átján ára Adrian segir æskuna hafa verið rosalega góða og skemmtilega, þar sem allt gekk eiginlega út á íþróttir annars vegar en ferðalög hins vegar. Enda hafi fjölskyldan hans ferðast mjög mikið, bæði um heiminn en eins oft til Írlands þaðan sem foreldrar hans eru. Það er einmitt frá Írlandi sem tengingin hans við að hafa fengið nóg af kartöflum í gegnum tíðina enda Írar þekktir fyrir að borða vel af þeim í nánast öll mál. Svo mikið nóg af kartöflum fékk Adrian í uppeldinu að samstarfsfélagi hans segir hann með ,,ógeð á þeim“ og varla geta horft á þær! „Já þetta er rétt,“ segir Adrian og skellir upp úr þegar hann er spurður um kartöflurnar en hann segist svo sem hafa skipt þeim út í staðinn fyrir annað: Pasta. ,,Eiginkona mín er ítölsk og þaðan kemur pastatengingin en í Watford þar sem við búum er matarmenningin fyrir hvoru tveggja mjög sterk því þetta samfélag samanstendur að miklu leyti af fólki frá Írlandi, Ítalíu og Grikklandi.“ Strax á framhaldsskólaaldri horfði Adrian til flugfélaganna sem valkost fyrir framtíðina, enda æskuslóðirnar ekkert mjög fjarri Heathrow flugvellinum. Þegar hann var 18 ára fór hann að vinna hjá British Airways. „Ég vann hjá British Airways í rúm tíu ár og þar starfa enn margir af mínum bestu vinum. Enda er þetta flugfélag frábær vinnustaður og mjög góður skóli fyrir unga flugmenn. Þeir eru til dæmis mjög duglegir að gefa starfsfólkinu sínu tækifæri til að þróast áfram í starfi og það fékk ég svo sannarlega tækifæri til að gera hjá þeim.“ Getur þú nefnt dæmi um hvernig? Það sem er einkennandi hjá British Airways er að þeir gefa fólki tækifæri til að kynnast mörgum ólíkum störfum innan fyrirtækisins og geirans þegar þeir finna að starfsfólk hefur áhuga á að vilja læra sem mest. Þannig ná þeir sjálfir að þjálfa og undirbúa stjórnendur framtíðarinnar og ég held að það sé oft vanmetið hvað stór og rótgróin fyrirtæki geta verið góð í því að gefa fólkinu sínu tækifæri til starfsþróunar.“ Í tilviki Adrian fólst stóra tækifærið í því að færast yfir í sölu- og markaðsmálin, sem er það svið sem hann hefur starfað á æ síðan. „Það voru mörg verkefni hjá British Airways sem maður lærði mikið af og er reynsla sem hefur nýst mér vel síðan. Ég nefni sem dæmi stjórnendaþjálfun fyrir framtíðarleiðtoga sem ég fékk tækifæri til að taka þátt í og vann að því að byggja upp sölu- og markaðsstarf félagsins í Suður Afríku.“ Adrian segist ekki hafa áhyggjur af því að Play geti ekki vaxið og dafnað í framtíðinni þótt mörg flugfélög hafi farið í þrot á síðustu árum. Sjálfur hefur hann áratugareynslu úr bransanum og segir lykilatriðið vera að halda fókus og tryggð við þá framtíðarsýn félagsins að vera lággjaldaflugfélag.Vísir/Vilhelm Hefur fulla trú á fluginu til framtíðar Fyrsta stjórnunarstarf Adrian var sölustjórastarf fyrir Evrópu hjá easy-Jet. Sem Adrian segir hafa verið skemmtilegan tíma þar sem markmiðið voru háleit en árangurinn náðist líka svo um munar. „easy-Jet var þá þegar orðið þekkt lággjaldaflugfélag en verkefnið okkar fólst í því að reyna að fá fleiri sem fljúga mikið vegna vinnu sinnar til að fljúga með félaginu. Úr því varð Business by easy-Jet þar sem við horfðum meðal annars til nýrra áfangastaða sem gátu bæði talist spennandi staðir fyrir fólk að ferðast til en eru líka ákjósanlegir áfangastaðir fyrir þá sem sækja fundi, ráðstefnur eða annað vinnutengt,“ segir Adrian og bætir við: „Þetta verkefni tókst frábærlega. Ekki aðeins vegna þess að við náðum að fjölga ferðamönnum í þessum markhópi, auka tekjurnar, standast væntingar hluthafa og þess til viðbótar að auka virði hlutabréfa félagsins sem var auðvitað frábær árangur.“ Annað starf sem Adrian nefnir sérstaklega þegar starfsferillinn er rifjaður upp er þegar hann var yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Norse Atlantic flugfélaginu. Sem var stofnað árið 2021. „Ég var með frá upphafi og einn af fyrstu starfsmönnunum. Norse er í raun ekkert ólíkt Play flugfélaginu að því leytinu til að þetta er lággjaldaflugfélag sem hefur mjög sambærilega stefnu að leiðarljósi og Play í uppbyggingu á sínu félagi. Mikil áhersla er lögð á að halda öllum kostnaði í lágmarki, flugvélaflotinn tekur mið af því og allar ákvarðanir eru teknar í samræmi við þá stefnu og framtíðarsýn Play að vera lággjaldaflugfélag.“ En nú hafa mörg stærri og smærri flugfélög farið í þrot á síðustu árum. Mörg þeirra í kjölfar heimsfaraldurs en eins er ekki langt síðan Íslendingar misstu í þrot flugfélagið Wow. Hvað segir Adrian um þessa þróun eða helstu hættur í geiranum? Ég skil þessar áhyggjur mjög vel en hef sjálfur fulla trú á að Play muni lifa í mörg ár og gera það gott. Því hjá Play er fókusinn á framtíðarsýnina einfaldlega svo skýr en í svona rekstri er svo lykilatriði að beygja aldrei af þeim markmiðum eða því módeli sem lagt er upp með. Á meðan vel er haldið á spöðunum í þessu eru tækifærin til vaxtar ótrúlega mikil. Ég tel Play í ótrúlega góðri stöðu til að vaxa og dafna, sem skilar sér í lægri flugfargjöldum og tryggir samkeppni.“ Adrian viðurkennir að finnast íslenskt veðurfar frekar ruglingslegt enda getur veðrið hér breyst mörgum sinnum á nokkrum klukkutímum. Honum finnst fólkið hér afar vingjarnlegt, vinnusemi og drifkraftur sé einkennandi og þótt honum finnist til dæmis matur mjög dýr hér, bendir hann á að það að fara í líkamsrækt á Íslandi er frekar ódýrt miðað við það sem hann þekkir.Vísir/Vilhelm „How do you like Iceland?“ En aftur að vinnunni: Ísland, England. Því Adrian hafði aldrei komið hingað til lands áður en hann mætti í atvinnuviðtal uppúr áramótum á þessu ári. Og þá spyrjum við auðvitað sérstaklega: How do you like Iceland? „Mér finnst Ísland frábært!“ er Adrian snöggur að svara og bætir við: „Það sem stendur uppúr hér að mér finnst er fólkið. Því mér finnst ótrúlega mikill drifkraftur einkennandi hjá öllum sem ég hef kynnst hér, þar sem allir eru einfaldlega svo ákveðnir í því að vinna vel, láta hlutina ganga sem best upp, ná árangri og leggja mikið á sig: Án þess að fórna jafnvægi einkalífs og vinnu. Því mér finnst það meira áberandi eins og ég þekki það úti að þar sé verið að vinna lengri vinnudaga og þá oft á kostnað einkalífsins og þess jafnvægis sem þarf að vera.“ Þá segir Adrian upplifa Íslendinga almennt með sterkt frumkvöðlaeðli í sér, tungumálið hafi aldrei verið nein fyrirstaða því hér tali allir ensku og eins upplifi hann fólk hér einstaklega vingjarnlegt og hjálplegt. Það sem kom mér kannski mest á óvart og ég er enn að reyna að venjast er hversu ruglingslegt veðrið er. Því það tekur þvílíkum stökkbreytingum á stuttum tíma að veður sem er fyrir hádegi er bara allt annað veður en er síðan nokkrum klukkustundum síðar,“ segir Adrian og skellihlær. Hann segist ánægður með að geta sinnt hinu áhugamálinu sínu, íþróttum og ræktinni, þá daga sem hann er hér enda stundar hann ræktina í World Class í Laugum og er ánægður með hversu ódýrt það er að fara í ræktina á Íslandi miðað við í London. Þá bíði hann líka spenntur eftir því að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta á næstu vikum í undankeppnum EM. „Ég á samt eftir að gera svo mikið. Til dæmis að kynnast betur matarmenningunni hérna og íslenska matnum en ekkert síður að ferðast. Sem svo sannarlega er á stefnuskránni hjá mér. Í augnablikinu er ég mikið með hugann við verkefnin mín í vinnunni hjá Play þar sem ég starfa hreinlega með hóp af frábæru fólki og hlakka mikið til að gera áfram,“ segir Adrian að lokum. Fjarvinna Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Samgöngur Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Adrian Keating gerir hvoru tveggja: Býr í London, vinnur í Reykjavík. Fyrir nokkrum vikum síðan var tilkynnt um að Adrian Keating hefði verið ráðinn sem yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play og þar með orðinn hluti af lykilstjórnendahóp félagsins. Adrian, sem er 42 ára, á eiginkonu og tvö börn Watford í London en hann skiptir fimm daga vinnuvikunni sinni þannig að í þrjá daga starfar hann í Reykjavík en tvö í fjarvinnu frá Watford. Börn Adrian eru fjögurra ára og fimm ára og segist Adrian meðvitaður um að nýta tímann vel þegar hann er í fríi með fjölskyldunni. Og síðan öfugt þá daga sem hann er að vinna. „Mér finnst þetta frábær rútína og ég næ jafnvæginu á milli vinnu og einkalífs mjög vel. Ég er kominn heim á miðvikudagskvöldum og fer aftur á mánudagsmorgnum. Fyrir fjölskylduna er þetta reyndar ekki mikil breyting því að ég hef starfað í geiranum svo lengi. En þetta eru að jafnaði tvær nætur á viku sem ég sef ekki heima,“ segir Adrian. Adrian byrjaði að vinna í flugbransanum fyrir um 24 árum síðan, eða árið 1999, þá hjá British Airways. Síðan þá hefur hann meðal annars starfað hjá easy-Jet, Etihad, Malaysia Airlines, Air Transat og norska flugfélaginu Norse Atlantic. Við skulum forvitnast aðeins um æsku og starfsferil Adrian. Í flugbransann átján ára Adrian segir æskuna hafa verið rosalega góða og skemmtilega, þar sem allt gekk eiginlega út á íþróttir annars vegar en ferðalög hins vegar. Enda hafi fjölskyldan hans ferðast mjög mikið, bæði um heiminn en eins oft til Írlands þaðan sem foreldrar hans eru. Það er einmitt frá Írlandi sem tengingin hans við að hafa fengið nóg af kartöflum í gegnum tíðina enda Írar þekktir fyrir að borða vel af þeim í nánast öll mál. Svo mikið nóg af kartöflum fékk Adrian í uppeldinu að samstarfsfélagi hans segir hann með ,,ógeð á þeim“ og varla geta horft á þær! „Já þetta er rétt,“ segir Adrian og skellir upp úr þegar hann er spurður um kartöflurnar en hann segist svo sem hafa skipt þeim út í staðinn fyrir annað: Pasta. ,,Eiginkona mín er ítölsk og þaðan kemur pastatengingin en í Watford þar sem við búum er matarmenningin fyrir hvoru tveggja mjög sterk því þetta samfélag samanstendur að miklu leyti af fólki frá Írlandi, Ítalíu og Grikklandi.“ Strax á framhaldsskólaaldri horfði Adrian til flugfélaganna sem valkost fyrir framtíðina, enda æskuslóðirnar ekkert mjög fjarri Heathrow flugvellinum. Þegar hann var 18 ára fór hann að vinna hjá British Airways. „Ég vann hjá British Airways í rúm tíu ár og þar starfa enn margir af mínum bestu vinum. Enda er þetta flugfélag frábær vinnustaður og mjög góður skóli fyrir unga flugmenn. Þeir eru til dæmis mjög duglegir að gefa starfsfólkinu sínu tækifæri til að þróast áfram í starfi og það fékk ég svo sannarlega tækifæri til að gera hjá þeim.“ Getur þú nefnt dæmi um hvernig? Það sem er einkennandi hjá British Airways er að þeir gefa fólki tækifæri til að kynnast mörgum ólíkum störfum innan fyrirtækisins og geirans þegar þeir finna að starfsfólk hefur áhuga á að vilja læra sem mest. Þannig ná þeir sjálfir að þjálfa og undirbúa stjórnendur framtíðarinnar og ég held að það sé oft vanmetið hvað stór og rótgróin fyrirtæki geta verið góð í því að gefa fólkinu sínu tækifæri til starfsþróunar.“ Í tilviki Adrian fólst stóra tækifærið í því að færast yfir í sölu- og markaðsmálin, sem er það svið sem hann hefur starfað á æ síðan. „Það voru mörg verkefni hjá British Airways sem maður lærði mikið af og er reynsla sem hefur nýst mér vel síðan. Ég nefni sem dæmi stjórnendaþjálfun fyrir framtíðarleiðtoga sem ég fékk tækifæri til að taka þátt í og vann að því að byggja upp sölu- og markaðsstarf félagsins í Suður Afríku.“ Adrian segist ekki hafa áhyggjur af því að Play geti ekki vaxið og dafnað í framtíðinni þótt mörg flugfélög hafi farið í þrot á síðustu árum. Sjálfur hefur hann áratugareynslu úr bransanum og segir lykilatriðið vera að halda fókus og tryggð við þá framtíðarsýn félagsins að vera lággjaldaflugfélag.Vísir/Vilhelm Hefur fulla trú á fluginu til framtíðar Fyrsta stjórnunarstarf Adrian var sölustjórastarf fyrir Evrópu hjá easy-Jet. Sem Adrian segir hafa verið skemmtilegan tíma þar sem markmiðið voru háleit en árangurinn náðist líka svo um munar. „easy-Jet var þá þegar orðið þekkt lággjaldaflugfélag en verkefnið okkar fólst í því að reyna að fá fleiri sem fljúga mikið vegna vinnu sinnar til að fljúga með félaginu. Úr því varð Business by easy-Jet þar sem við horfðum meðal annars til nýrra áfangastaða sem gátu bæði talist spennandi staðir fyrir fólk að ferðast til en eru líka ákjósanlegir áfangastaðir fyrir þá sem sækja fundi, ráðstefnur eða annað vinnutengt,“ segir Adrian og bætir við: „Þetta verkefni tókst frábærlega. Ekki aðeins vegna þess að við náðum að fjölga ferðamönnum í þessum markhópi, auka tekjurnar, standast væntingar hluthafa og þess til viðbótar að auka virði hlutabréfa félagsins sem var auðvitað frábær árangur.“ Annað starf sem Adrian nefnir sérstaklega þegar starfsferillinn er rifjaður upp er þegar hann var yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Norse Atlantic flugfélaginu. Sem var stofnað árið 2021. „Ég var með frá upphafi og einn af fyrstu starfsmönnunum. Norse er í raun ekkert ólíkt Play flugfélaginu að því leytinu til að þetta er lággjaldaflugfélag sem hefur mjög sambærilega stefnu að leiðarljósi og Play í uppbyggingu á sínu félagi. Mikil áhersla er lögð á að halda öllum kostnaði í lágmarki, flugvélaflotinn tekur mið af því og allar ákvarðanir eru teknar í samræmi við þá stefnu og framtíðarsýn Play að vera lággjaldaflugfélag.“ En nú hafa mörg stærri og smærri flugfélög farið í þrot á síðustu árum. Mörg þeirra í kjölfar heimsfaraldurs en eins er ekki langt síðan Íslendingar misstu í þrot flugfélagið Wow. Hvað segir Adrian um þessa þróun eða helstu hættur í geiranum? Ég skil þessar áhyggjur mjög vel en hef sjálfur fulla trú á að Play muni lifa í mörg ár og gera það gott. Því hjá Play er fókusinn á framtíðarsýnina einfaldlega svo skýr en í svona rekstri er svo lykilatriði að beygja aldrei af þeim markmiðum eða því módeli sem lagt er upp með. Á meðan vel er haldið á spöðunum í þessu eru tækifærin til vaxtar ótrúlega mikil. Ég tel Play í ótrúlega góðri stöðu til að vaxa og dafna, sem skilar sér í lægri flugfargjöldum og tryggir samkeppni.“ Adrian viðurkennir að finnast íslenskt veðurfar frekar ruglingslegt enda getur veðrið hér breyst mörgum sinnum á nokkrum klukkutímum. Honum finnst fólkið hér afar vingjarnlegt, vinnusemi og drifkraftur sé einkennandi og þótt honum finnist til dæmis matur mjög dýr hér, bendir hann á að það að fara í líkamsrækt á Íslandi er frekar ódýrt miðað við það sem hann þekkir.Vísir/Vilhelm „How do you like Iceland?“ En aftur að vinnunni: Ísland, England. Því Adrian hafði aldrei komið hingað til lands áður en hann mætti í atvinnuviðtal uppúr áramótum á þessu ári. Og þá spyrjum við auðvitað sérstaklega: How do you like Iceland? „Mér finnst Ísland frábært!“ er Adrian snöggur að svara og bætir við: „Það sem stendur uppúr hér að mér finnst er fólkið. Því mér finnst ótrúlega mikill drifkraftur einkennandi hjá öllum sem ég hef kynnst hér, þar sem allir eru einfaldlega svo ákveðnir í því að vinna vel, láta hlutina ganga sem best upp, ná árangri og leggja mikið á sig: Án þess að fórna jafnvægi einkalífs og vinnu. Því mér finnst það meira áberandi eins og ég þekki það úti að þar sé verið að vinna lengri vinnudaga og þá oft á kostnað einkalífsins og þess jafnvægis sem þarf að vera.“ Þá segir Adrian upplifa Íslendinga almennt með sterkt frumkvöðlaeðli í sér, tungumálið hafi aldrei verið nein fyrirstaða því hér tali allir ensku og eins upplifi hann fólk hér einstaklega vingjarnlegt og hjálplegt. Það sem kom mér kannski mest á óvart og ég er enn að reyna að venjast er hversu ruglingslegt veðrið er. Því það tekur þvílíkum stökkbreytingum á stuttum tíma að veður sem er fyrir hádegi er bara allt annað veður en er síðan nokkrum klukkustundum síðar,“ segir Adrian og skellihlær. Hann segist ánægður með að geta sinnt hinu áhugamálinu sínu, íþróttum og ræktinni, þá daga sem hann er hér enda stundar hann ræktina í World Class í Laugum og er ánægður með hversu ódýrt það er að fara í ræktina á Íslandi miðað við í London. Þá bíði hann líka spenntur eftir því að fylgjast með íslenska landsliðinu í handbolta á næstu vikum í undankeppnum EM. „Ég á samt eftir að gera svo mikið. Til dæmis að kynnast betur matarmenningunni hérna og íslenska matnum en ekkert síður að ferðast. Sem svo sannarlega er á stefnuskránni hjá mér. Í augnablikinu er ég mikið með hugann við verkefnin mín í vinnunni hjá Play þar sem ég starfa hreinlega með hóp af frábæru fólki og hlakka mikið til að gera áfram,“ segir Adrian að lokum.
Fjarvinna Starfsframi Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Samgöngur Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01 Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og nú hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf „Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen. 27. mars 2023 07:01
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00
Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“ „Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn. 16. janúar 2023 07:01
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. 9. janúar 2023 07:01
Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári „Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum. 27. desember 2022 07:01