Það var víst ekkert annað uppá teningnum þetta árið en við afskaplega góðar aðstæður var veiðin í ánni fantagóð á fyrsta degi enda áin þeim kosti gædd að hún verður ekki þakin ís og klaka. Í hana rennur hlýrra vatn og aðstæður fyrir fiskinn þess vegna ákjósanlegar.
Samkvæmt okkar heimildum þá veiddust 78 fiskar á fyrsta degi. Langmest var það staðbundinn urriði en síðan komu líka nokkrir sjóbirtingar og bleikjur á land. Flestir fiskarnir sem veiddust voru um 60 sm að lengd en annars voru stærðirnar frá 45 sm upp í 81 sm.