Í færeyskum fjölmiðlum og á Faroe Tips á Twitter kemur fram að miðvörðurinn Gunnar Vatnhamar sé á leið til Víkings frá Víkingi í Götu.
28-year old Faroe Islands international Gunnar Vatnhamar set to join Icelandic side @vikingurfc from @VitEruVikingur, according to @FaroeTips.
— Færøsk fodbold (@FaeroskFodbold) April 3, 2023
Vatnhamar has 29 caps for Føroyar with two goals to follow. pic.twitter.com/UdQIG6p62a
Gunnar er 28 ára og hefur leikið með Víkingi allan sinn feril. Hann varð færeyskur meistari með liðinu 2016 og 2017 og bikarmeistari 2014 og 2015.
Gunnar á 29 leiki og tvö mörk fyrir færeyska landsliðið á ferilskránni.
Víkingur mætir Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildarinnar annan í páskum. Í kvöld mætir Víkingur Íslandsmeisturum Breiðabliks í Meistarakeppni KSÍ.