Markalaust hjá Börsungum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Robert Lewandowski tókst ekki að komast á blað gegn Girona í kvöld enda höfðu varnarmenn gestanna á honum góðar gætur.
Robert Lewandowski tókst ekki að komast á blað gegn Girona í kvöld enda höfðu varnarmenn gestanna á honum góðar gætur. Vísir/Getty

Barcelona og Girona gerðu markalaust jafntefli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðin mættust á Nývangi í kvöld.

Fyrir leikinn var Barcelona með öruggt forskot á Real Madrid í deildinni og á spænska meistaratitilinn næsta vísan. Girona siglir hins vegar nokkuð lygnan sjó um miðja deild.

Barcelona var sterkara liðið í dag en gekk erfiðlega að finna netmöskvana á marki Girona. Staðan í hálfleik var 0-0 og var það einnig þegar flautað var til leiksloka.

Börsungar áttu fjórtán tilraunir að marki Girona í leiknum og fjórtán hornspyrnur en það skilaði litlu.

Barcelona er með þrettán stiga forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir af deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira