Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafði aukið forskot í efsta sæti áður en keppni var frestað vegna rigingarinnar.
Koepka hafði spilað sex holur á þriðja hringnum þegar kylfingarnir voru kallaðir inn en hann hefur spilað á 13 höggum undir pari vallarins til þessa. Koepka hefur fjögurra högga forskot á Spánverjann Jon Rahm.
Veðrið setti einnig strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi í gær.
Tiger Woods, sem hefur unnið Masters fimm sinnum á ferli sínum, er á níu höggum yfir pari vallarins sem setur hann í 47. sæti.
Nái kylfingar ekki að ljúka keppni á morgun verður það í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem úrslitin ráðast á mótinu á mánudegi. Veðurspáin fyrir morgundaginn er skaplegri en spáð er minni úrkomu og meiri sól.