James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 2 BST 270 er einn sjaldgæfasti bíll heims, en einungis 270 eintök voru framleidd. Bíllinn sem James Einar prófar er eina eintak hans hér á landi.
Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér.
Bíllinn er lægri og með fjörutíu fleiri hestöflum en Polestar 2 Performance bíllinn, sem er mun algengari. Þá er fjöðrunin betri en bíllinn er framleiddur með það í huga að hægt sé að aka honum á kappakstursbrautum.
„Af hverju ætti maður frekar að kaupa Polestar 2 BST frekar en Performance? Jú, það er út af því að þetta er eini BST bíllinn á landinu. Það er ákveðin fjárfesting í að kaupa þennan bíl og þar sem hann er svona sjaldgæfur mun hann bara hækka í verði með árunum,“ segir James Einar en bíllinn kostar 2,2 milljónum meira en Performance-bíllinn.