Besti barþjónninn drekkur ekki kokteila Sumac 11. apríl 2023 14:25 „Áður en ég hætti var ég bara á tveimur stöðum í lífinu, annaðhvort þunnur eða á leiðinni á djammið,“ segir Leó Snæfeld sem drekkur ekki verðlaunakokteilana sem hann býr til. Leó sigraði hvern flokkinn á fætur öðrum í Bartenders Choice Awards. Leó Snæfeld Pálsson barþjónn á Sumac var valinn Besti barþjónninn í Bartenders Choice Awards sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Drykkurinn hans, Funiks, var einnig valinn besti „signature“ drykkurinn og kokteilaseðillinn á Sumac eins og hann leggur sig var valinn Besti kokteilaseðillinn. Þá var Sumac valinn Besti veitingastaðurinn að mati dómnefndar. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Leó segir verðlaunin mikinn heiður sem kom ekki fyrirhafnarlaust. Funiks heillaði dómnefndina upp úr skónum „Fólk þarf að fá tilnefningu til að komast að í þessa keppni og dómnefndin horfir til þess sem fólk gerði yfir allt árið. Ég tók þátt í keppninni á síðasta ári en þá komu engin verðlaun í hús. Ég sá að ég yrði að stíga fastar á bensíngjöfina og fór bara á fullt í að þróa nýja drykki og aðstoða aðra barþjóna um allan bæ og dreifa fróðleik og reyndi að vera virkur. Þessi verðlaun eru mikill heiður og æðislegt að hafa náð þessu í ár. Ég hef sérstaklega gaman af því að unnið Besta barþjóninn því ég drekk ekki sjálfur,“ segir Leó sposkur en hann tók þá ákvörðun að ætta að drekka fyrir þremur árum, hafandi verið tíu ár í barþjónabransanum. „Áður en ég hætti var ég bara á tveimur stöðum í lífinu, annaðhvort þunnur eða á leiðinni á djammið en núna vakna ég fyrr og hugsa hlutina áður en ég framkvæmi þá,“ segir hann létt. En hvernig tekst honum að þróa og blanda verðlaunadrykki ef hann drekkur þá ekki? „Þetta er annað hugarástand en var og ég nálgast vinnuna mína með öðru hugarfari ,“ segir hann. Hann smakki til að átta sig á bragðinu en drykkurinn fari ekki ofan í maga. Það liggja miklar pælingar á bak við kokteilblöndun og hver drykkur er „listræn“ smíði að sögn Leós. Spennandi kryddheimur Sumac „Ég hef alltaf haft áhuga á bragði og það er mikil listræn hugsun í bragðskalanum, samspil sýru, sykurs og áfengis þarf að ganga upp til að ná því jafnvægi að drykkurinn verði góður. Ég vinn oft að drykk mánuðum saman áður en hann fer á seðilinn,“ segir Leó, það sé sérstaklega skemmtilegt að búa til drykki í takti við bragðheim Sumac. Miðausturlönd eru fyrirmyndin að kryddheimi Sumac „Ég vil að kokteilarnir passi með öllum réttum á matseðlinum og kryddheimur Sumac er spennandi, innblásturinn að matnum okkar kemur frá miðausturlöndum, allt frá Marokkó til Líbanon. Drykkurinn Funiks er unnin út frá svörtum kardimommum og passar vel inn í Sumac. Ég reyndi að finna áfengi sem ýtir undir bragðpallettu svörtu kardimommunnar en hún hefur ríkt mentol og reykt bragð og romm varð fyrir valinu,“ útskýrir Leó. Gestir Sumac fái sér gjarnan einn drykk fyrir mat og annan eftir matinn. Þá er ekki minni vinna á bak við óáfenga kokteilseðilinn á Sumac. Óáfengi seðillinn mikilvægur „Það er mikil stemming i því að vera með bragðgóðan og fallegan drykk í glasi og eftir að ég hætti sjálfur að drekka varð óáfengi seðillinn miklu meira atriði hjá mér. En við leggjum mikla áherslu á að búa til góða upplifun allra sem koma til okkar. Það skiptir okkur ekki máli hvort fólk kaupi dýrasta kokteilinn með matnum eða drekki vatn, eina sem skiptir máli er að allir labbi hamingjusamir út og við göngum skrefinu lengra til þess á Sumac. Verðlaunin sýna að við erum til í Reykjavík og að við erum miklu meira en bara matur, við erum allt, drykkirnir, staðurinn, stemmingin, reykurinn í loftinu og þjónustan og við erum gríðarlega stolt af því.“ Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Sjá meira
Leó segir verðlaunin mikinn heiður sem kom ekki fyrirhafnarlaust. Funiks heillaði dómnefndina upp úr skónum „Fólk þarf að fá tilnefningu til að komast að í þessa keppni og dómnefndin horfir til þess sem fólk gerði yfir allt árið. Ég tók þátt í keppninni á síðasta ári en þá komu engin verðlaun í hús. Ég sá að ég yrði að stíga fastar á bensíngjöfina og fór bara á fullt í að þróa nýja drykki og aðstoða aðra barþjóna um allan bæ og dreifa fróðleik og reyndi að vera virkur. Þessi verðlaun eru mikill heiður og æðislegt að hafa náð þessu í ár. Ég hef sérstaklega gaman af því að unnið Besta barþjóninn því ég drekk ekki sjálfur,“ segir Leó sposkur en hann tók þá ákvörðun að ætta að drekka fyrir þremur árum, hafandi verið tíu ár í barþjónabransanum. „Áður en ég hætti var ég bara á tveimur stöðum í lífinu, annaðhvort þunnur eða á leiðinni á djammið en núna vakna ég fyrr og hugsa hlutina áður en ég framkvæmi þá,“ segir hann létt. En hvernig tekst honum að þróa og blanda verðlaunadrykki ef hann drekkur þá ekki? „Þetta er annað hugarástand en var og ég nálgast vinnuna mína með öðru hugarfari ,“ segir hann. Hann smakki til að átta sig á bragðinu en drykkurinn fari ekki ofan í maga. Það liggja miklar pælingar á bak við kokteilblöndun og hver drykkur er „listræn“ smíði að sögn Leós. Spennandi kryddheimur Sumac „Ég hef alltaf haft áhuga á bragði og það er mikil listræn hugsun í bragðskalanum, samspil sýru, sykurs og áfengis þarf að ganga upp til að ná því jafnvægi að drykkurinn verði góður. Ég vinn oft að drykk mánuðum saman áður en hann fer á seðilinn,“ segir Leó, það sé sérstaklega skemmtilegt að búa til drykki í takti við bragðheim Sumac. Miðausturlönd eru fyrirmyndin að kryddheimi Sumac „Ég vil að kokteilarnir passi með öllum réttum á matseðlinum og kryddheimur Sumac er spennandi, innblásturinn að matnum okkar kemur frá miðausturlöndum, allt frá Marokkó til Líbanon. Drykkurinn Funiks er unnin út frá svörtum kardimommum og passar vel inn í Sumac. Ég reyndi að finna áfengi sem ýtir undir bragðpallettu svörtu kardimommunnar en hún hefur ríkt mentol og reykt bragð og romm varð fyrir valinu,“ útskýrir Leó. Gestir Sumac fái sér gjarnan einn drykk fyrir mat og annan eftir matinn. Þá er ekki minni vinna á bak við óáfenga kokteilseðilinn á Sumac. Óáfengi seðillinn mikilvægur „Það er mikil stemming i því að vera með bragðgóðan og fallegan drykk í glasi og eftir að ég hætti sjálfur að drekka varð óáfengi seðillinn miklu meira atriði hjá mér. En við leggjum mikla áherslu á að búa til góða upplifun allra sem koma til okkar. Það skiptir okkur ekki máli hvort fólk kaupi dýrasta kokteilinn með matnum eða drekki vatn, eina sem skiptir máli er að allir labbi hamingjusamir út og við göngum skrefinu lengra til þess á Sumac. Verðlaunin sýna að við erum til í Reykjavík og að við erum miklu meira en bara matur, við erum allt, drykkirnir, staðurinn, stemmingin, reykurinn í loftinu og þjónustan og við erum gríðarlega stolt af því.“
Veitingastaðir Matur Drykkir Mest lesið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Sjá meira