Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 10:01 Davíð Þór Viðarsson segir FH-inga gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Leikur helgarinnar fer fram á frjálsíþróttavellinum sem er hægra megin í mynd. Þar fyrir aftan má sjá Kaplakrikavöll. Vísir/Samsett FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. „Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
„Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti