Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:00 Það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy á Masters mótinu. Vísir/Getty Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir. Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira