Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:00 Það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy á Masters mótinu. Vísir/Getty Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir. Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated. Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated.
Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira