Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. apríl 2023 07:00 Magnús Jóhann Ragnarsson stendur fyrir tónleikaröð í Mengi yfir helgina. Vísir/Vilhelm „Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni. „Ég ætla að spila mismunandi tónlist eftir mig fjögur kvöld í röð og er í leiðinni að gera nokkrum af plötunum mínum skil,“ segir Magnús Jóhann en hann hefur með sanni verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og vakið mikla athygli sem píanóleikari. Magnús Jóhann verður með tónleikaröð í Mengi.Aðsend Góð afsökun til að líta yfir farinn veg Magnús segir skemmtilegt að líta yfir farinn veg og jafnvel enduruppgötva eitthvað af lögunum sem hann hefur samið. „Það er svo gaman að búa sér til „afsökun“ til að spila þetta efni. Ég hef auðvitað spilað mikið af þessu áður en hef til dæmis mjög sjaldan spilað kvikmyndatónlistina mína og ég geri ekki ráð fyrir að það verði brjálæðislega algengt hjá mér.“ Hugmyndin að þessari tónleikaseríu hefur verið að mallast frá því í haust þegar að Magnús Jóhann mætti á eftirminnilega tónleika í eins konar pílagrímsferð sem hann fór í til New York borgar. „Ég heimsótti Village Vanguard, djass klúbb í New York, og þar er svona fyrirkomulag að listamenn séu með eins konar residensíu, þar sem viðkomandi spilar tónlistina sína nokkur kvöld í röð og jafnvel tvö sett á hverju kvöldi. Þegar ég fattaði að þeir væru að gera þetta svona úti þá kveikti það á einhverju hjá mér og ég hugsaði að ég væri til í að gera eitthvað svipað. Þannig að ég ákvað að slá til og skipuleggja þessa tónleikaröð í Mengi. Ég spila fjögur kvöld í röð og þetta er ágætis afsökun til að gera allri þessari músík góð skil. Það má segja að þetta sé eins konar yfirlitssýning hjá mér.“ Tónleikaröðin í Mengi er eins konar yfirlitssýning hjá Magnúsi Jóhanni.Eva Schram Ferjaði flygilinn Þar sem hann spilar svona mörg kvöld ákvað Magnús að taka þetta alla leið og ferja flygilinn sinn niður í Mengi. „Ég er svo heppinn að eiga næs flygil sem er heima í litlu íbúðinni minni en flutningurinn var svolítil aðgerð. Það er svo frábært að geta verið með sitt eigið, við píanóleikararnir þurfum oft að sætta okkur við það að spila á það sem býðst, sem hefur sína kosti og galla. Maður hefur auðvitað þurft að aðlaga sig hverju sinni að því sem er í boði sem er gott fyrir mann, en það er náttúrulega geggjað að spila á sitt eigið.“ View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar: 20. apríl - Without Listening kl. 20.00 Hljómplata Magnúsar frá árinu 2020 flutt ásamt Magnúsi T. Eliasen á trommum og Tuma Árnasyni á saxófon og rafhljóðfæri. 21. apríl - Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson kl 20.00 Árið 2021 gáfu Magnús og Skúli út hljómplötuna Án tillits, þeir hyggjast flytja efni af henni ásamt öðru. 22. apríl - Uglur & Rofnar kl 20.00 Magnús kemur fram ásamt strengjakvartett og flytur tónlist úr kvikmyndinni Uglur eftir Teit Magnússon ásamt efni af væntanlegri sólóplötu sinni, Rofnar. 23. apríl - Einleikur kl 20.00 Magnús lokar tónleikasyrpu sinni einn við flygilinn, lítur við á kunnuglegum slóðum og jafnvel kannar framandi lendur. Lifnar við í höndum hæfileikaríks fólks „Nú erum við búin að vera að æfa og ég er að spila músík sem ég samdi fyrir löngu. Maður er búinn að sitja lengi á nóttunni yfir þessu og það er gaman að túlka efnið yfir í live útsendingu og hugsa hvernig ég geti gert þetta á tónleikum. Svo er magnað að sjá þetta lifna við í höndum á hæfileikaríku fólki. Mig langaði að búa til vettvang til að spila alla þessa músík, af því það er gaman og hollt fyrir mann að spila og hollt fyrir mig að gera alla þessa músík upp. Þetta eru um fimmtíu lög og það er mjög gaman að fara yfir þetta allt.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra lagið Án titils eftir Magnús Jóhann og bassaleikarann Skúla Sverrisson: Verðmætur staður fyrir Reykvíkinga Þegar hugmyndin að tónleikaröðinni var komin í farveg segist Magnús strax hafa haft samband við Mengi. „Ég vissi að þau væri farin að gera eitthvað í þessum dúr, þau voru með improv röð hjá sér og Davíð Þór píanisti var til dæmis líka búinn að spila þar spuna þrjú kvöld í röð. Mengi er frábær vettvangur fyrir alls konar og mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því. Við Íslendingar búum vel að því að vera með þennan vettvang fyrir tilraunamennsku á Óðinsgötunni.“ Magnús hefur spilað fjöldann allan af tónleikum og giggum. „Ég er búinn að vera undanfarin tvö eða þrjú ár hægt og rólega á þeirri vegferð að leggja meiri áherslu á mína músík, það sem ég er að gefa út undir mínu eigin nafni en ég er búinn að gefa út fjórar plötur. Það er öðruvísi að gera hluti fyrir aðra.“ Magnús Jóhann og Guðrún Ýr hafa unnið mikið saman og gáfu meðal annars út plötuna Tíu íslensk sönglög.Vísir/Vilhelm Plötusamningur í Bandaríkjunum Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Magnúsi. „Ég var að gera plötusamning við bandarískt label sem heitir Found og það er plata væntanleg. Þannig að það er allt að fara af stað á næstunni og margt spennandi framundan.“ Sköpunargleðin er honum eðlislæg og hugmyndirnar koma til hans á ólíka vegu. „Ég hef eiginlega alltaf sagt að maður geti sótt innblástur hvaðan sem er og ég trúi rosalega mikið á það. Það getur hvað sem er verið þér innblástur, sama hvort það er að horfa á bíómynd eða málverk, eiga samtal, fara göngutúr eða að elda mat. Allt sem kemur þér á sporið eða veitir þér innblástur andlega það getur verið fyrsta skrefið í að búa til tónverk eða eitthvað skapandi. Ég held að ef maður er kveikt á móttökurunum þá getur hvað sem er verið inspererandi. Ég er samt auðvitað ekki að segja að ég verði svo innblásinn í hvert skipti sem ég elda. Þetta er meira þannig að þegar maður er í þannig headspace-i að maður er að skapa og búa til þá getur hvað sem er veitt innblástur.“ Innblásturinn kemur gjarnan til Magnúsar þegar hann er móttækilegur fyrir honum.Eva Schram Tilfinningar og hugvit Haustin eru hans frjóasti tími hvað sköpun varðar. „Það er eins og það kvikni algjörlega á öllu hjá mér á haustin. Ég næ alltaf að semja þá og er lang mest kreatívur. Svo á ég líka afmæli í september,“ segir hann brosandi. Magnús Jóhann er lærður djass píanóleikari og segir að allt sem hann geri byggi á spuna að einhverju leyti. „Fyrir mér skiptir miklu máli að blanda saman hinu tilfinningatengda og hugvitstengda, þessu emotional og intellectual. Að skapa þegar maður kemst í flæðisástand og reyna svo að grípa gæsina þegar hún gefst. Þegar ég fæ hugmynd skrifa ég hana til dæmis á blað eða tek hana upp á símanum. Það getur verið einn hljómur eða örlítil laglína, stundum eitthvað pínulítið, og svo getur verið að maður komi aftur að því og klári það nokkrum árum síðar. Hluti af þessu er samt líka að svitna við þetta, þegar maður verður til dæmis að klára ákveðið lag. Mér finnst besta músíkin koma frá tilfinningahliðinni á einhvern abstrakt hátt, það kemur út frá einhverjum tilfinningum. Svo þarf hugvitshliðin að koma að því að púsla öllu saman, horfa krítískt á hugmyndina og beisla hana yfir í lag,“ segir Magnús Jóhann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikaröðina. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli). 9. mars 2023 16:46 Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég ætla að spila mismunandi tónlist eftir mig fjögur kvöld í röð og er í leiðinni að gera nokkrum af plötunum mínum skil,“ segir Magnús Jóhann en hann hefur með sanni verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og vakið mikla athygli sem píanóleikari. Magnús Jóhann verður með tónleikaröð í Mengi.Aðsend Góð afsökun til að líta yfir farinn veg Magnús segir skemmtilegt að líta yfir farinn veg og jafnvel enduruppgötva eitthvað af lögunum sem hann hefur samið. „Það er svo gaman að búa sér til „afsökun“ til að spila þetta efni. Ég hef auðvitað spilað mikið af þessu áður en hef til dæmis mjög sjaldan spilað kvikmyndatónlistina mína og ég geri ekki ráð fyrir að það verði brjálæðislega algengt hjá mér.“ Hugmyndin að þessari tónleikaseríu hefur verið að mallast frá því í haust þegar að Magnús Jóhann mætti á eftirminnilega tónleika í eins konar pílagrímsferð sem hann fór í til New York borgar. „Ég heimsótti Village Vanguard, djass klúbb í New York, og þar er svona fyrirkomulag að listamenn séu með eins konar residensíu, þar sem viðkomandi spilar tónlistina sína nokkur kvöld í röð og jafnvel tvö sett á hverju kvöldi. Þegar ég fattaði að þeir væru að gera þetta svona úti þá kveikti það á einhverju hjá mér og ég hugsaði að ég væri til í að gera eitthvað svipað. Þannig að ég ákvað að slá til og skipuleggja þessa tónleikaröð í Mengi. Ég spila fjögur kvöld í röð og þetta er ágætis afsökun til að gera allri þessari músík góð skil. Það má segja að þetta sé eins konar yfirlitssýning hjá mér.“ Tónleikaröðin í Mengi er eins konar yfirlitssýning hjá Magnúsi Jóhanni.Eva Schram Ferjaði flygilinn Þar sem hann spilar svona mörg kvöld ákvað Magnús að taka þetta alla leið og ferja flygilinn sinn niður í Mengi. „Ég er svo heppinn að eiga næs flygil sem er heima í litlu íbúðinni minni en flutningurinn var svolítil aðgerð. Það er svo frábært að geta verið með sitt eigið, við píanóleikararnir þurfum oft að sætta okkur við það að spila á það sem býðst, sem hefur sína kosti og galla. Maður hefur auðvitað þurft að aðlaga sig hverju sinni að því sem er í boði sem er gott fyrir mann, en það er náttúrulega geggjað að spila á sitt eigið.“ View this post on Instagram A post shared by Magnu s Jo hann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar: 20. apríl - Without Listening kl. 20.00 Hljómplata Magnúsar frá árinu 2020 flutt ásamt Magnúsi T. Eliasen á trommum og Tuma Árnasyni á saxófon og rafhljóðfæri. 21. apríl - Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson kl 20.00 Árið 2021 gáfu Magnús og Skúli út hljómplötuna Án tillits, þeir hyggjast flytja efni af henni ásamt öðru. 22. apríl - Uglur & Rofnar kl 20.00 Magnús kemur fram ásamt strengjakvartett og flytur tónlist úr kvikmyndinni Uglur eftir Teit Magnússon ásamt efni af væntanlegri sólóplötu sinni, Rofnar. 23. apríl - Einleikur kl 20.00 Magnús lokar tónleikasyrpu sinni einn við flygilinn, lítur við á kunnuglegum slóðum og jafnvel kannar framandi lendur. Lifnar við í höndum hæfileikaríks fólks „Nú erum við búin að vera að æfa og ég er að spila músík sem ég samdi fyrir löngu. Maður er búinn að sitja lengi á nóttunni yfir þessu og það er gaman að túlka efnið yfir í live útsendingu og hugsa hvernig ég geti gert þetta á tónleikum. Svo er magnað að sjá þetta lifna við í höndum á hæfileikaríku fólki. Mig langaði að búa til vettvang til að spila alla þessa músík, af því það er gaman og hollt fyrir mann að spila og hollt fyrir mig að gera alla þessa músík upp. Þetta eru um fimmtíu lög og það er mjög gaman að fara yfir þetta allt.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra lagið Án titils eftir Magnús Jóhann og bassaleikarann Skúla Sverrisson: Verðmætur staður fyrir Reykvíkinga Þegar hugmyndin að tónleikaröðinni var komin í farveg segist Magnús strax hafa haft samband við Mengi. „Ég vissi að þau væri farin að gera eitthvað í þessum dúr, þau voru með improv röð hjá sér og Davíð Þór píanisti var til dæmis líka búinn að spila þar spuna þrjú kvöld í röð. Mengi er frábær vettvangur fyrir alls konar og mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því. Við Íslendingar búum vel að því að vera með þennan vettvang fyrir tilraunamennsku á Óðinsgötunni.“ Magnús hefur spilað fjöldann allan af tónleikum og giggum. „Ég er búinn að vera undanfarin tvö eða þrjú ár hægt og rólega á þeirri vegferð að leggja meiri áherslu á mína músík, það sem ég er að gefa út undir mínu eigin nafni en ég er búinn að gefa út fjórar plötur. Það er öðruvísi að gera hluti fyrir aðra.“ Magnús Jóhann og Guðrún Ýr hafa unnið mikið saman og gáfu meðal annars út plötuna Tíu íslensk sönglög.Vísir/Vilhelm Plötusamningur í Bandaríkjunum Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Magnúsi. „Ég var að gera plötusamning við bandarískt label sem heitir Found og það er plata væntanleg. Þannig að það er allt að fara af stað á næstunni og margt spennandi framundan.“ Sköpunargleðin er honum eðlislæg og hugmyndirnar koma til hans á ólíka vegu. „Ég hef eiginlega alltaf sagt að maður geti sótt innblástur hvaðan sem er og ég trúi rosalega mikið á það. Það getur hvað sem er verið þér innblástur, sama hvort það er að horfa á bíómynd eða málverk, eiga samtal, fara göngutúr eða að elda mat. Allt sem kemur þér á sporið eða veitir þér innblástur andlega það getur verið fyrsta skrefið í að búa til tónverk eða eitthvað skapandi. Ég held að ef maður er kveikt á móttökurunum þá getur hvað sem er verið inspererandi. Ég er samt auðvitað ekki að segja að ég verði svo innblásinn í hvert skipti sem ég elda. Þetta er meira þannig að þegar maður er í þannig headspace-i að maður er að skapa og búa til þá getur hvað sem er veitt innblástur.“ Innblásturinn kemur gjarnan til Magnúsar þegar hann er móttækilegur fyrir honum.Eva Schram Tilfinningar og hugvit Haustin eru hans frjóasti tími hvað sköpun varðar. „Það er eins og það kvikni algjörlega á öllu hjá mér á haustin. Ég næ alltaf að semja þá og er lang mest kreatívur. Svo á ég líka afmæli í september,“ segir hann brosandi. Magnús Jóhann er lærður djass píanóleikari og segir að allt sem hann geri byggi á spuna að einhverju leyti. „Fyrir mér skiptir miklu máli að blanda saman hinu tilfinningatengda og hugvitstengda, þessu emotional og intellectual. Að skapa þegar maður kemst í flæðisástand og reyna svo að grípa gæsina þegar hún gefst. Þegar ég fæ hugmynd skrifa ég hana til dæmis á blað eða tek hana upp á símanum. Það getur verið einn hljómur eða örlítil laglína, stundum eitthvað pínulítið, og svo getur verið að maður komi aftur að því og klári það nokkrum árum síðar. Hluti af þessu er samt líka að svitna við þetta, þegar maður verður til dæmis að klára ákveðið lag. Mér finnst besta músíkin koma frá tilfinningahliðinni á einhvern abstrakt hátt, það kemur út frá einhverjum tilfinningum. Svo þarf hugvitshliðin að koma að því að púsla öllu saman, horfa krítískt á hugmyndina og beisla hana yfir í lag,“ segir Magnús Jóhann að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikaröðina.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli). 9. mars 2023 16:46 Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01 Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli). 9. mars 2023 16:46
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9. febrúar 2023 06:01
Körrent: Idol hljómsveitin er viðbúin öllu Á föstudagskvöldum iðar Gufunesið af tónlist og Idol gleði. Þau Magnús Jóhann Ragnarsson, Bergur Einar, Reynir Snær, Ingibjörg Elsa og Daníel Böðvarsson skipa Idol hljómsveitina en Körrent tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þeirra starfi. 7. febrúar 2023 20:01
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01