Kostulegur nútímadans Jóa Pé og Viktors í nýju myndbandi Warmland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 12:50 Jói Pé og Viktor eiga sviðið í myndbandinu við lagið Juno. Arnar segir þá hafa fundið dansinn hjá sjálfum sér með því að hlusta á lagið. Warmland tvíeykið gefur í dag út sína aðra plötu, Modular Heart. Tónlistarmyndband sveitarinnar við lagið Juno frumsýnt á Vísi hér að neðan en þar fara þeir Jói Pé og Viktor Breki á kostum í nútímadansi. Forsprakkar Warmland eru tónlistarmennirnir Hrafn Thoroddsen og Arnar Guðjónsson. Nýja platan einkennist af sérstökum hljómi sveitarinnar þrátt fyrir að lögin séu flest einkar ólík í eðli sínu. Opnunarlagið Juno er gítartregða með, að því er virðist endalausri uppbyggingu sem leysist þó á endanum. Í ballöðunni Voltage leitar Warmland meira inn á við, Family býður þér að dansa í ljósaskiptunum og Superstar Minimal tekur áheyrandann í leit af því sem er handan regnbogans. Restin af lögunum eru að sögn sveitarinnar í þessum anda, ferðalag þar sem allt má. Sandkassi þar sem allt má „Warmland er svona sandkassi fyrir okkur til þess að leika okkur og gera allt sem okkur dettur í hug,“ segir Arnar. „Við reynum að festa okkur ekki inni í einhverju boxi, af því að við erum líka nördar og finnst gaman að búa til myndbönd og visjúala og allt þetta og reynum að gera sem mest sjálfir.“ Modular Heart þýðir fyrir sveitinni „allar áttir,“ engar takmarkanir eða hræðsla við mistök. „Hugmyndum er bara dælt út og þeim fundinn farvegur. Við tókum upp plötuna í stúdíóinu úti á Granda og að venju gerðum við allt sjálfir, lagasmíðar, hljóðfæraleik og útsetningar.“ Hrafn Thoroddsen og Arnar Guðjónsson líta á Warmland sem sinn persónulega sandkassa. Mastering var í höndum Styrmis Haukssonar að sögn sveitarinnar og var sjávarsíðan á Granda sveitinni innblástur við upptökurnar og hittist sveitin yfirleitt seint á kvöldin við gerð plötunnar. „Ferlið okkar á milli er eins og borðtennis þar sem við köstum hugmyndum fram og til baka á hvorn annan, komum með komment og útfærslur áður en fallist er á hlutina,“ segir Arnar. „Þetta snýst yfirleitt allt um tilfinningu hvers lags fyrir sig og að leyfa sér að vera forvitinn og óhræddur við hugmyndir sem í fyrstu virðast kannski of klikkaðar því þær finna sér yfirleitt farveg á endanum.“ Fundu upp á dansinum við hlustun lagsins Sem dæmi um þessa hugmyndasköpun sveitarinnar má nefna að í myndbandinu eru listamennirnir Jói Pé og Viktor Breki í aðalhlutverki og stíga einkar áhugaverðan dans svo athygli vekur. „Strákarnir voru alveg geggjaðir,“ segir Arnar. „Þeir voru bara til í að hoppa og vissu ekkert hvað þeir voru að fara að gera og göldruðu þetta bara fram fyrir okkur eins og ekkert væri.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iqQWTuPtrTU">watch on YouTube</a> Arnar er tilbúinn til þess að fallast á það að dansinn virki eins og hann sé útpældur. „Algjörlega! Svona fæðist nú eiginlega allt hjá Warmland. Við förum af stað og svo verður þetta bara til,“ segir Arnar hlæjandi. „Við vorum ekki búnir að skrifa neitt handrit að þessu þannig séð, við vorum bara búnir að velja staðinn sem við vildum taka þetta upp á og svo fengu þeir bara að tjá sig við lagið.“ Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin verður alltaf stór hluti af mér Forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, Arnar Guðjónsson, hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár á meðan sveitin er í pásu. 11. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Forsprakkar Warmland eru tónlistarmennirnir Hrafn Thoroddsen og Arnar Guðjónsson. Nýja platan einkennist af sérstökum hljómi sveitarinnar þrátt fyrir að lögin séu flest einkar ólík í eðli sínu. Opnunarlagið Juno er gítartregða með, að því er virðist endalausri uppbyggingu sem leysist þó á endanum. Í ballöðunni Voltage leitar Warmland meira inn á við, Family býður þér að dansa í ljósaskiptunum og Superstar Minimal tekur áheyrandann í leit af því sem er handan regnbogans. Restin af lögunum eru að sögn sveitarinnar í þessum anda, ferðalag þar sem allt má. Sandkassi þar sem allt má „Warmland er svona sandkassi fyrir okkur til þess að leika okkur og gera allt sem okkur dettur í hug,“ segir Arnar. „Við reynum að festa okkur ekki inni í einhverju boxi, af því að við erum líka nördar og finnst gaman að búa til myndbönd og visjúala og allt þetta og reynum að gera sem mest sjálfir.“ Modular Heart þýðir fyrir sveitinni „allar áttir,“ engar takmarkanir eða hræðsla við mistök. „Hugmyndum er bara dælt út og þeim fundinn farvegur. Við tókum upp plötuna í stúdíóinu úti á Granda og að venju gerðum við allt sjálfir, lagasmíðar, hljóðfæraleik og útsetningar.“ Hrafn Thoroddsen og Arnar Guðjónsson líta á Warmland sem sinn persónulega sandkassa. Mastering var í höndum Styrmis Haukssonar að sögn sveitarinnar og var sjávarsíðan á Granda sveitinni innblástur við upptökurnar og hittist sveitin yfirleitt seint á kvöldin við gerð plötunnar. „Ferlið okkar á milli er eins og borðtennis þar sem við köstum hugmyndum fram og til baka á hvorn annan, komum með komment og útfærslur áður en fallist er á hlutina,“ segir Arnar. „Þetta snýst yfirleitt allt um tilfinningu hvers lags fyrir sig og að leyfa sér að vera forvitinn og óhræddur við hugmyndir sem í fyrstu virðast kannski of klikkaðar því þær finna sér yfirleitt farveg á endanum.“ Fundu upp á dansinum við hlustun lagsins Sem dæmi um þessa hugmyndasköpun sveitarinnar má nefna að í myndbandinu eru listamennirnir Jói Pé og Viktor Breki í aðalhlutverki og stíga einkar áhugaverðan dans svo athygli vekur. „Strákarnir voru alveg geggjaðir,“ segir Arnar. „Þeir voru bara til í að hoppa og vissu ekkert hvað þeir voru að fara að gera og göldruðu þetta bara fram fyrir okkur eins og ekkert væri.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iqQWTuPtrTU">watch on YouTube</a> Arnar er tilbúinn til þess að fallast á það að dansinn virki eins og hann sé útpældur. „Algjörlega! Svona fæðist nú eiginlega allt hjá Warmland. Við förum af stað og svo verður þetta bara til,“ segir Arnar hlæjandi. „Við vorum ekki búnir að skrifa neitt handrit að þessu þannig séð, við vorum bara búnir að velja staðinn sem við vildum taka þetta upp á og svo fengu þeir bara að tjá sig við lagið.“
Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin verður alltaf stór hluti af mér Forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, Arnar Guðjónsson, hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár á meðan sveitin er í pásu. 11. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistin verður alltaf stór hluti af mér Forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, Arnar Guðjónsson, hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár á meðan sveitin er í pásu. 11. nóvember 2017 10:00