„Það var allt annað að sjá okkur í dag“ Jón Már Ferro skrifar 24. apríl 2023 23:59 Ásgeir skoraði fallegt skallamark í kvöld. vísir/diego Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, stangaði boltann í netið þegar hann skoraði þriðja mark sinna manna í 4-2 sigri á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir. Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Ásgeir lenti í samstuði um miðbik seinni hálfleiks og þurfti hann aðhlynningu í kjölfarið. Sjúkraþjálfarateymi Fylkismanna vafði umbúðum um höfuðið á honum og fékk hann leyfi til að skokka aftur inn á völlinn stuttu síðar. „Þetta var skelfilega klaufalegt. Ég hljóp á Elís í miðjum teignum í einhverju horni. Þetta var nett pirrandi en maður spilar bara betur með smá skurð.“ Eftir erfiða byrjun á mótinu voru Fylkismenn staðráðnir í að svara fyrir sig. Ásgeir sagði mikinn kraft hafa einkennt spilamennsku síns liðs í kvöld. „Við vorum kannski ekki sáttir með spilamennskuna í fyrstu tveimur leikjunum. Mér fannst við nær þeim á réttum augnablikum í kvöld. Við byrjuðum leikinn vel en duttum kannski aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var alvöru andi í okkur og í lokin var aldrei spurning um að við værum að fara að sigla þessu heim,“ sagði Ásgeir. Sóknarleikur Fylkis byggðist upp á hröðum og skilvirkum skyndisóknum og oftar en ekki særðu þeir lánlausa FH-inga. Til þess að komast í skyndisóknir voru heimamenn aggressívir og fljótir að setja pressu á boltamanninn. „Við töluðum um það eftir Keflavíkurleikinn að við höfum verið of passívir. Þar ætluðum við að halda fengnum hlut, en það var allt annað að sjá okkur í dag. Við vitum það alveg að við erum með eldfljóta menn fram á við. Við erum alveg sáttir við að fá liðin aðeins hærra á móti okkur og breika fyrir aftan þá. Það gekk bara vel í dag,“ sagði Ásgeir.
Fylkir FH Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. 24. apríl 2023 21:15