„Við kunnum að spila þéttan varnarleik“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 20:51 Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þór/KA gegn Stjörnunni í sjókomu í Garðabæ. vísir/Vilhelm Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
„Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55