Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2023 20:05 Bræðurnir Sigtryggur Einar Sævarsson (t.v.) og Kristján Alti Sævarsson taka þátt í sýningunni og standa sig mjög vel eins og allir leikarar og tæknifólk sýningarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“. Leikfélag Sólheima er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins þar sem gleði og jákvæðni er alltaf númer 1, 2 og 3. Búið er að sýna nokkrar sýningar af nýjasta verkinu og síðustu sýningarnar verða um helgina og mánudaginn 1. maí. „Það er yndislegt að starfa hérna og vera hérna og þessir leikarar eru hreinir snillingar. Þeim líður alltaf vel, þeir eru ánægðir og gefa af sér,“ segir Magnús J. Magnússon, leikstjóri leikritsins. “Verkið heitir „Skógarbrúðkaup“ og fjallar um prins, sem kynnist stúlku á balli en hún hverfur rétt fyrir miðnætti og skógurinn hennar verður eftir. Þetta er stef, sem einhverjir kannast kannski eitthvað við en þetta er svona samkrull úr allskonar ævintýrum, sem gengur út á það að bjóða öllum skógarfígúrunum í brúðkaup öskubusku og prinsins,“ segir Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, leikari og umsjónarmaður tónlistar í leikritinu. Leikritið er mjög skemmtilegt með mikilli tónlist.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu, ég leik Héraðstubb bakara,“ segir Guðlaug Elísabet, heimilismaður á Sólheimum. Guðlaug Elísabet, sem tekur þátt í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við er að leika Kasper, Jesper Jónatan. Þetta er mjög skemmtilegt leikrit, mikið spilað og mikið sungið og þetta er mjög gaman og við gerum alveg þvert öfugt við það sem Soffía biður okkur um að gera en við viljum bara rokkin ról, við viljum bara rokka,“ segja bræðurnir Kasper, Jesper og Jónatans, sem þrír af heimilismönnunum á Sólheimum leika listavel. Síðustu sýningarnar verða á eftirtöldum dögum Laugardaginn 29.04 kl. 14.00 Sunnudaginn 30.04 kl. 14.00 Mánudaginn 01.05 kl. 14.00 Heimasíða Sólheima Magnús J. Magnússon, leikstjóri nýja leikritsins á Sólheimum, sem var frumsýnt á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Leikhús Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikfélag Sólheima er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins þar sem gleði og jákvæðni er alltaf númer 1, 2 og 3. Búið er að sýna nokkrar sýningar af nýjasta verkinu og síðustu sýningarnar verða um helgina og mánudaginn 1. maí. „Það er yndislegt að starfa hérna og vera hérna og þessir leikarar eru hreinir snillingar. Þeim líður alltaf vel, þeir eru ánægðir og gefa af sér,“ segir Magnús J. Magnússon, leikstjóri leikritsins. “Verkið heitir „Skógarbrúðkaup“ og fjallar um prins, sem kynnist stúlku á balli en hún hverfur rétt fyrir miðnætti og skógurinn hennar verður eftir. Þetta er stef, sem einhverjir kannast kannski eitthvað við en þetta er svona samkrull úr allskonar ævintýrum, sem gengur út á það að bjóða öllum skógarfígúrunum í brúðkaup öskubusku og prinsins,“ segir Hallbjörn Valgeir Rúnarsson, leikari og umsjónarmaður tónlistar í leikritinu. Leikritið er mjög skemmtilegt með mikilli tónlist.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu, ég leik Héraðstubb bakara,“ segir Guðlaug Elísabet, heimilismaður á Sólheimum. Guðlaug Elísabet, sem tekur þátt í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við er að leika Kasper, Jesper Jónatan. Þetta er mjög skemmtilegt leikrit, mikið spilað og mikið sungið og þetta er mjög gaman og við gerum alveg þvert öfugt við það sem Soffía biður okkur um að gera en við viljum bara rokkin ról, við viljum bara rokka,“ segja bræðurnir Kasper, Jesper og Jónatans, sem þrír af heimilismönnunum á Sólheimum leika listavel. Síðustu sýningarnar verða á eftirtöldum dögum Laugardaginn 29.04 kl. 14.00 Sunnudaginn 30.04 kl. 14.00 Mánudaginn 01.05 kl. 14.00 Heimasíða Sólheima Magnús J. Magnússon, leikstjóri nýja leikritsins á Sólheimum, sem var frumsýnt á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Leikhús Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira