„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Jón Már Ferro skrifar 5. maí 2023 09:01 Andri Snær Stefánsson er ný hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þór. vísir/Pawel Cieslikiewicz Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. „Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34