Sjáðu öll mörkin, múrinn brotna og skallann frá þeim markahæsta Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 09:30 Framarar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍBV að velli í 5. umferðinni og hér fagna þeir einu marka sinna. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar náðu að halda marki sínu hreinu í 425 mínútur áður en þeir fengu loks á sig mark í gærkvöld. Þeir unnu samt 4-1 sigur gegn Keflavík, í Bestu deildinni í fótbolta, á meðan að Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin úr 5. umferð má nú sjá á Vísi. Pablo Punyed kom Víkingi yfir gegn Keflavík og staðan var 1-0 fram á 57. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði, og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þá skoraði hins vegar Marley Blair fyrir Keflavík og þrátt fyrir að skotið væri ekki frábært þá varð hann fyrstur til að finna leiðina framhjá Ingvari Jónssyni þetta sumarið. Danijel Dejan Djuric innsiglaði hins vegar sigur Víkings í kjölfarið. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Keflavíkur Breiðablik skoraði sín mörk gegn Stjörnunni á fyrstu tíu mínútunum, og hélt svo marki sínu hreinu í annað sinn á tímabilinu. Í fyrra markinu sóttu Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Johannesen fram vinstri kantinn og komu boltanum svo út á Gísla Eyjólfsson sem lék laglega á Jóhann Árna Gunnarsson og skoraði með skoti utan teigs. Stefán Ingi Sigurðarson hélt svo áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hann skallaði fasta og góða fyrirgjöf Jasonar Daða Svanþórssonar í netið af stuttu færi og er markahæstur í deildinni með sex mörk. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks Á miðvikudagskvöld fóru fram fjórir leikir og má sjá mörk og helstu atvik úr leikjunum hér að neðan. KA vann 4-2 sigur gegn FH, Fram fagnaði sínum fyrsta sigri þegar liðið vann ÍBV 3-1, HK lagði KR að velli 1-0 í fyrsta heimaleik KR-inga, sem leikinn var á Seltjarnarnesi, og Valsmenn völtuðu hreinlega yfir Fylki í Árbæ, 6-1. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Handbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Pablo Punyed kom Víkingi yfir gegn Keflavík og staðan var 1-0 fram á 57. mínútu þegar Erlingur Agnarsson skoraði, og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þá skoraði hins vegar Marley Blair fyrir Keflavík og þrátt fyrir að skotið væri ekki frábært þá varð hann fyrstur til að finna leiðina framhjá Ingvari Jónssyni þetta sumarið. Danijel Dejan Djuric innsiglaði hins vegar sigur Víkings í kjölfarið. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Keflavíkur Breiðablik skoraði sín mörk gegn Stjörnunni á fyrstu tíu mínútunum, og hélt svo marki sínu hreinu í annað sinn á tímabilinu. Í fyrra markinu sóttu Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Johannesen fram vinstri kantinn og komu boltanum svo út á Gísla Eyjólfsson sem lék laglega á Jóhann Árna Gunnarsson og skoraði með skoti utan teigs. Stefán Ingi Sigurðarson hélt svo áfram að raða inn mörkum fyrir Blika en hann skallaði fasta og góða fyrirgjöf Jasonar Daða Svanþórssonar í netið af stuttu færi og er markahæstur í deildinni með sex mörk. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Breiðabliks Á miðvikudagskvöld fóru fram fjórir leikir og má sjá mörk og helstu atvik úr leikjunum hér að neðan. KA vann 4-2 sigur gegn FH, Fram fagnaði sínum fyrsta sigri þegar liðið vann ÍBV 3-1, HK lagði KR að velli 1-0 í fyrsta heimaleik KR-inga, sem leikinn var á Seltjarnarnesi, og Valsmenn völtuðu hreinlega yfir Fylki í Árbæ, 6-1. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Handbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira