Krefjandi en skemmtilegt í Geirlandsá Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2023 14:10 Geirlandsá er ein af skemmtilegri sjóbirtingsám á suðurausturlandi en hún er jafn krefjandi eins og hún e skemmtileg. Þeir sem veiða þessa skemmtilegu á eru ansi gjarnir á að heimsækja hana á hverju ári enda hafi maður einu sinni landað stórum fiski úr henni er klárt mál að það togar í að koma aftur. Halldór Gunnarsson sem er oftar en ekki kenndur við Flugubúlluna var að koma úr góðum túr þar með góðum félögum og hann sendi okkur smá pistil um ferðina. "Við kíktum í Geirlandið saman nokkrir kátir kappar. Fyrsta skipti hjá nokkrum af okkur. Það var alveg skítsæmilegt veður en áin var frekar vatnslítil og fiskur ekki víða. Fundum loks fisk á 2 stöðum á Görðunum, og annar þeirra nokkuð óhefðbundinn staður að mér skilst. Náðum að slíta upp 4 sjóbirtinga fyrstu vaktina og þar voru 80~85cm stærst. Næsti morgun hófst með trukki og komu 6 upp á neðsta stað á um klukkustund. Eftir það róaðist mikið og sjást ekki sporður fyrr en fór að kvölda og bamm ... 95cm tröll tók fluguna hjá mér. Heldur grannvaxinn en án efa þegar hann kemur til baka aftur í haust verður hann vel yfir 20 pundin. Enduðum í 12 birtingum en við veiddum nánast ekkert síðasta daginn vegna veðurs en áin hljóp í kakó strax um morguninn. Það kom því ekkert upp síðasta daginn. Flestir komu á straumflugur og var 5cm Hvítur Snákur svokallaður sterkur, en svo kom einn á púpu. Virkilega skemmtilegur túr og flottur hópur sem ég var að veiða með þarna." Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Þeir sem veiða þessa skemmtilegu á eru ansi gjarnir á að heimsækja hana á hverju ári enda hafi maður einu sinni landað stórum fiski úr henni er klárt mál að það togar í að koma aftur. Halldór Gunnarsson sem er oftar en ekki kenndur við Flugubúlluna var að koma úr góðum túr þar með góðum félögum og hann sendi okkur smá pistil um ferðina. "Við kíktum í Geirlandið saman nokkrir kátir kappar. Fyrsta skipti hjá nokkrum af okkur. Það var alveg skítsæmilegt veður en áin var frekar vatnslítil og fiskur ekki víða. Fundum loks fisk á 2 stöðum á Görðunum, og annar þeirra nokkuð óhefðbundinn staður að mér skilst. Náðum að slíta upp 4 sjóbirtinga fyrstu vaktina og þar voru 80~85cm stærst. Næsti morgun hófst með trukki og komu 6 upp á neðsta stað á um klukkustund. Eftir það róaðist mikið og sjást ekki sporður fyrr en fór að kvölda og bamm ... 95cm tröll tók fluguna hjá mér. Heldur grannvaxinn en án efa þegar hann kemur til baka aftur í haust verður hann vel yfir 20 pundin. Enduðum í 12 birtingum en við veiddum nánast ekkert síðasta daginn vegna veðurs en áin hljóp í kakó strax um morguninn. Það kom því ekkert upp síðasta daginn. Flestir komu á straumflugur og var 5cm Hvítur Snákur svokallaður sterkur, en svo kom einn á púpu. Virkilega skemmtilegur túr og flottur hópur sem ég var að veiða með þarna."
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði