Sýnikennsla Stefáns: „Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 14:30 Stefán Rafn Sigurmannsson var með verklega kennslu á Ásvöllum í gær, eftir sigurinn sæta á Aftureldingu. Stöð 2 Sport Arnar Daði Arnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson brydduðu upp á nýjung í íslensku sjónvarpi í gærkvöld eftir sigur Hauka á Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Stefán Rafn, sem er leikmaður Hauka, fékk míkrafón á treyjuna sína og svaraði spurningum Arnars Daða um ýmislegt varðandi það hvernig hann spilar handbolta, og sýndi svörin sín í verki. Áhorfendur fengu þannig að sjá hvað Stefán Rafn, sem er reynslumikill atvinnumaður og fyrrverandi landsliðsmaður, er að hugsa og reyna að gera þegar hann spilar, bæði í vörn og sókn. Þetta var sýnt í Seinni bylgjunni strax eftir dramatískan sigur Hauka og má sjá brot úr þættinum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stefán Rafn með sýnikennslu Stefán Rafn fór meðal annars yfir það sem hann hefur í huga í varnarleiknum, og hvernig hann þarf að passa það að hornamaður andstæðinganna geti ekki laumað sér inn á línu. „Það var þannig að ég byrjaði í handbolta hjá Aroni Kristjánssyni, og svo fór ég til Gumma Gumm, og ef þú færð eina svona „skítainnleysingu“ á þig þá spilar þú bara ekki meira. Ég reyni því að standa við línuna og sleppa við það, og stend þá frekar framar þegar línumaðurinn er hérna og ekki séns fyrir hornamanninn að hlaupa inn,“ sagði Stefán Rafn. Hann fékk svo bolta í hönd og var spurður út í það hvað hann hugsi í loftinu, eftir að hafa hoppað inn úr vinstra horninu til að skora: „Ekki neitt eiginlega bara. Ef að þú værir þarna þá myndi ég skjóta í hausinn á þér,“ sagði Stefán Rafn við Arnar Daða, en bætti strax við að hann væri nú að djóka. „Við reynum að horfa, sjá hvernig markvörðurinn eltir okkur,“ sagði Stefán og lýsti því hvernig nær- eða fjærhornið verður ýmist fyrir valinu, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira