Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfason fylgist með sínu liði í tapleiknum gegn FH í síðasta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira