Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 14:05 Frá þessu sjónarhorni, sem dómararnir skoðuðu í leiknum eins og sést á mynd, sést að Ólafur Ægir Ólafsson togaði í treyju Igors Kopishinsky í átökum þeirra úti við hliðarlínu. Stöð 2 Sport Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta).
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti