Hegðun áhorfanda á borði HSÍ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það sauð upp úr við hliðarlínuna í Mosó þar sem Afturelding og Haukar mætast svo aftur í oddaleik annað kvöld. vísir/Diego Stuðningsmaður Hauka sem fór yfir strikið á leiknum við Aftureldingu í Mosfellsbæ síðastliðið fimmtudagskvöld gæti átt yfir höfði sér refsingu. Liðin mætast á sama stað í oddaleik í kvöld. Upp úr sauð í lok venjulegs leiktíma í leiknum eftir brot Ihors Kopyshynskyi, fyrrverandi leikmanns Hauka en núverandi leikmanns Aftureldingar, á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Ihor fékk að líta rauða spjaldið og vítakast var dæmt, en dómarar leiksins sáu að sér eftir leik og drógu rauða spjaldið til baka. Dómararnir skoðuðu brot Ihors á myndbandi á meðan á leik stóð en máttu reglum samkvæmt ekki nýta myndbandsdómgæslu til að refsa Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, sem sjá mátti að greip harkalega í treyju Ihors í hamagangnum eftir brotið. Stefán skoraði úr vítinu sem dæmt var og Haukar unnu í framlengingu. Í þessum hamagangi í lok venjulegs leiktíma, sem var alveg við áhorfendapallana, blönduðu nokkrir áhorfendur sér sömuleiðis í málið og í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá hvernig einn stuðningsmaður Hauka virðist hrinda Ihor. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Þetta mál er nú á borði Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, en það staðfesti hann við Vísi. Haft hefur verið samband við bæði félög og kvaðst Róbert í gær vera að íhuga næstu skref og í hvaða farveg málið færi en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Einvígi Aftureldingar og Hauka hefur verið æsispennandi og ræðst í oddaleik í Mosfellsbæ í kvöld. Þar vann Afturelding fyrsta leik en Haukar svöruðu með tveimur sigrum áður en Afturelding vann á sunnudag. Leikur Aftureldingar og Hauka í kvöld hefst klukkan 20:15. Bein útsending hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Upp úr sauð í lok venjulegs leiktíma í leiknum eftir brot Ihors Kopyshynskyi, fyrrverandi leikmanns Hauka en núverandi leikmanns Aftureldingar, á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Ihor fékk að líta rauða spjaldið og vítakast var dæmt, en dómarar leiksins sáu að sér eftir leik og drógu rauða spjaldið til baka. Dómararnir skoðuðu brot Ihors á myndbandi á meðan á leik stóð en máttu reglum samkvæmt ekki nýta myndbandsdómgæslu til að refsa Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, sem sjá mátti að greip harkalega í treyju Ihors í hamagangnum eftir brotið. Stefán skoraði úr vítinu sem dæmt var og Haukar unnu í framlengingu. Í þessum hamagangi í lok venjulegs leiktíma, sem var alveg við áhorfendapallana, blönduðu nokkrir áhorfendur sér sömuleiðis í málið og í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá hvernig einn stuðningsmaður Hauka virðist hrinda Ihor. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Þetta mál er nú á borði Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, en það staðfesti hann við Vísi. Haft hefur verið samband við bæði félög og kvaðst Róbert í gær vera að íhuga næstu skref og í hvaða farveg málið færi en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Einvígi Aftureldingar og Hauka hefur verið æsispennandi og ræðst í oddaleik í Mosfellsbæ í kvöld. Þar vann Afturelding fyrsta leik en Haukar svöruðu með tveimur sigrum áður en Afturelding vann á sunnudag. Leikur Aftureldingar og Hauka í kvöld hefst klukkan 20:15. Bein útsending hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira