Tork gaur: „Glaðasti bíll í heimi“ með aragrúa af ljósum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. maí 2023 13:37 James Einar fékk að reynsluaka Smart #1, þann fyrsta sinnar tegundar á landinu. Vísir/James Einar Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Smart #1, fyrsta sinnar tegundar á landinu. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Smart #1 er fyrsti bíllinn sem Smart framleiðir í rúman áratug. „Seinasti bíllinn sem Smart framleidid var einhver svona agnarlítill götubíll sem náði engum sérstökum vinsældum hér á landi,“ segir James. „Smart er eiginlega systurmerki Mercedes Benz. Mercedes Benz átti Smart upphaflega en er núna búið að selja fimmtíu prósent af merkinu til Geely. „Hvað er Geely?“ spyrjiði örugglega líka. Jú, Geely er kínverskt fyrirtæki sem sérhæfir sig að framleiða rafmagnsbíla í Kína. Geely á líka Volvo og Polestar.“ Að hans mati er um að ræða „glaðasta bíl í heimi.“ Það er sérstaklega út af afþreyingarkerfinu í bílnum. Í því má sjá ref sem dundar sér á skjánum. James segir að börnin sín hafi gaman að refnum og sýnir viðbrögð þeirra við honum í þættinum sem sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Smart #1 Það er þó ekki bara refurinn sem heillar James Einar. Í kerfinu er líka hægt að breyta ljósunum í bílnum og spila tölvuleik á meðan bíllinn er í hleðslu. „Það er alveg aragrúi af ljósum og ljósaþemum og dóti sem hægt er að dunda sér við,“ segir James. Tork gaur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Smart #1 er fyrsti bíllinn sem Smart framleiðir í rúman áratug. „Seinasti bíllinn sem Smart framleidid var einhver svona agnarlítill götubíll sem náði engum sérstökum vinsældum hér á landi,“ segir James. „Smart er eiginlega systurmerki Mercedes Benz. Mercedes Benz átti Smart upphaflega en er núna búið að selja fimmtíu prósent af merkinu til Geely. „Hvað er Geely?“ spyrjiði örugglega líka. Jú, Geely er kínverskt fyrirtæki sem sérhæfir sig að framleiða rafmagnsbíla í Kína. Geely á líka Volvo og Polestar.“ Að hans mati er um að ræða „glaðasta bíl í heimi.“ Það er sérstaklega út af afþreyingarkerfinu í bílnum. Í því má sjá ref sem dundar sér á skjánum. James segir að börnin sín hafi gaman að refnum og sýnir viðbrögð þeirra við honum í þættinum sem sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Tork gaur - Smart #1 Það er þó ekki bara refurinn sem heillar James Einar. Í kerfinu er líka hægt að breyta ljósunum í bílnum og spila tölvuleik á meðan bíllinn er í hleðslu. „Það er alveg aragrúi af ljósum og ljósaþemum og dóti sem hægt er að dunda sér við,“ segir James.
Tork gaur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent