Þríleikurinn fullkomnaður með Birni og Ilmi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Þríleikur Marius von Mayenburg verður fullkomnaður með Ilmi Kristjáns og Birni Thors í aðalhlutverkum. Þjóðleikhúsið Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir verða í aðalhlutverkum í þriðja og síðasta hluta Mayenburg-þríleiksins sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga í vetur. Þau bætast í hóp Gísla Arnar, Unnar Aspar, Nínu Daggar, Benedikts Erlings, Kristínar Þóru og Ebbu Katrínar sem hafa farið með aðalhlutverk í fyrri hlutunum tveimur, Ex og Ellen B. Þriðji hlutinn heitir Ekki málið og verður heimsfrumsýning á verkefinu á fjölum Þjóðleikhússins í september. Höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýrir verkinu sjálfur en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur. Öll verkin þrjú verða sýnd samhliða í nóvember. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að verkin þrjú séu merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér sé á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hafi aldrei verið sviðsettur hérlendis. „Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar. Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma,“ segir í tilkynningu. Æfingar hófust á verkinu í vikunni. Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga. Leikhús Tengdar fréttir Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þriðji hlutinn heitir Ekki málið og verður heimsfrumsýning á verkefinu á fjölum Þjóðleikhússins í september. Höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýrir verkinu sjálfur en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur. Öll verkin þrjú verða sýnd samhliða í nóvember. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að verkin þrjú séu merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér sé á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hafi aldrei verið sviðsettur hérlendis. „Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar. Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma,“ segir í tilkynningu. Æfingar hófust á verkinu í vikunni. Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga.
Leikhús Tengdar fréttir Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 27. desember 2022 18:16