Handbolti

Hinn ís­­lensk­ættaði Hans Óttar sló ó­­­trú­­legt met

Aron Guðmundsson skrifar
Hans Óttar Lindberg, magnaður handboltamaður
Hans Óttar Lindberg, magnaður handboltamaður Vísir/Getty

Ís­lensk­ættaði hand­bolta­maðurinn Hans Óttar Lind­berg er orðinn marka­hæsti leik­maðurinn í sögu þýsku úr­vals­deildarinnar og hefur hann þar með slegið 15 ára gamalt met sem var áður í eigu Kyung-Shin Yoon.

Þetta varð ljóst í gær þegar að hinn 41 árs gamli Hans, sem á ís­lenska for­eldra og hefur gert garðinn frægan á at­vinnu- sem og lands­liðs­ferli sínum með Dönum, skoraði 12 mörk í sigri Fusche Berlin á Minden.

Þar með hefur Lind­berg skorað heil 2.907 mörk í þýsku úr­vals­deildinni, geri aðrir betur.

Alls á Hans yfir að skipa 463 leiki í þýsku úr­vals­deildinni og hefur þar með skorað að meðal­tali um 6 mörk í leik á sínum ferli í deildinni.

Þá eru allar líkur á því að Hans geti gert öðrum erfitt fyrir að slá metið því að á dögunum náðu hann og Fusche Berlin sam­komu­lagi um fram­lengingu á samningi sín á milli til sumarsins 2024.

For­eldrar Hans eru Sig­rún Sigurðar­dóttir og Tómas Er­ling Lind­berg Hans­son, bæði úr Hafnar­firði. Faðir hans á þó fær­eyska for­eldra og þaðan er ættar­nafnið komið. Sjálfur hefur Hans verið skráður sem Hans Óttar Tómas­son í ís­lenskri þjóð­skrá.

Hann tjáði sig um sínar ís­lensku rætur í við­tali við Vísi árið 2020 en það má lesa og horfa á með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×