Mariam fékk sturtu í miðju viðtali: Ólýsanleg tilfinning Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 11:00 Mariam fagnar einu marka sinna í gær. Vísir/Anton Brink Mariam Eradze átti góðan leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á ÍBV í Eyjum í gær. Hún fékk sturtu frá liðsfélögum sínum í viðtali eftir leik. Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58
Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40