Karl Friðleifur hafi verðskuldað „eldrautt spjald“ Aron Guðmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 21. maí 2023 22:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings Reykjavíkur, var létt eftir 2-1 sigur liðsins gegn HK á útivelli í Bestu deildinni í kvöld. HK-ingar herjuðu á Víkinga undir lok leiks en þeir léku síðasta stundarfjórðunginn einum manni færri eftir verðskuldað rautt spjald Karls Friðleifs að mati Arnars. „Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“ Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
„Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti