Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Árni Sæberg og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 26. maí 2023 19:59 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáir vondu veðri yfir hvítasunnuhelgina. Stöð 2 Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum. Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland, Austurland, Suðausturland og miðhálendið. Viðvaranirnar taka flestar gildi í fyrramálið og gilda til klukkan þrjú. Einhverjar taka þó gildi í kvöld. „Það verður leiðindaveður í nótt og í fyrramálið, nánast um allt land, þræsingur og kalt og rigning víðast hvar. Slydda sums staðar fyrir norðan. Svo verður bálhvasst á Austurlandi fram eftir degi á morgun, það verður svo hvasst að bílar gætu jafnvel fokið,“ sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að veðrið muni þó ganga niður vestanlands í fyrramálið og að morgundagurinn líti nokkuð vel út þar. „Það verður líklega bjart. Að vísu næðingur og svalt en fallegt veður hugsa ég. Og það verður, held ég, besti dagur helgarinnar hér um vestanvert landið. Versnar aftur á sunnudag Haraldur segir að veður muni aftur versna á vestan- og suðvestanverðu landinu á sunnudag. „Þá bara gengur hann í sunnanátt aftur. Það fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og það verður blautt bæði á sunnudag og mánudag. Hins vegar segir hann að veður verði sennilega með betra móti á Austur- og Norðausturlandi á mánudag og fram eftir næstu viku. „Það gætu komið mjög góðir dagar á Austur- og Norðausturlandi og í sjálfu sér ekkert svo slæmt vestanlands,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Sjá meira