Handbolti

Fengu leikmann Viljandi og norskan markvörð

Sindri Sverrisson skrifar
Nicolai Kristensen er markvörður en Ott Varik hornamaður.
Nicolai Kristensen er markvörður en Ott Varik hornamaður. ka.is

Handknattleiksdeild KA hefur tryggt sér tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Olís-deild karla á næstu leiktíð. Annar er reynslubolti frá Eistlandi en hinn ungur markvörður frá Noregi.

Leikmennirnir sem KA samdi við heita Ott Varik og Nicolai Horntvedt Kristensen, og koma þeir í staðinn fyrir Færeyingana Allan Norðberg og Nicholas Satchwell.

Varik er 33 ára gamall landsliðsmaður Eistlands, sem skoraði einmitt fimm mörk gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr á þessu ári.

Varik er hægri hornamaður og lék síðustu tvö ár með Viljandi í Eistlandi, og áður með finnska liðinu SIF.

Kristensen er tvítugur markvörður sem hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Noregs en hann kemur til KA frá Nøtterøy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×