Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 18:00 Aðdáendur Hringadróttinssögu eru ekki hrifnir af nýjasta Gollum. skjáskot Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira