Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 18:00 Aðdáendur Hringadróttinssögu eru ekki hrifnir af nýjasta Gollum. skjáskot Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira