Leikurinn í kvöld var fyrri leikur liðanna en Zwickau hafnaði í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á meðan Göppingen varð í öðru sæti úrvalsdeildar.
Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi, Zwickau náði mest tveggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum og leiddu 12-11 í hálfleik.
Í síðari hálfleik náðu heimakonur í Zwickau mest fimm marka forskoti og virtust ætla að sigla fram úr og koma sér í góða stöðu fyrir seinni leik liðanna. Staðan var 26-21 þegar tvær og hálf mínúta voru eftir en gestirnir frá Göppingen skoruðu tvö síðustu mörkin og náðu að minnka muninn.
Lokatölur 26-23 og Zwickau því með þriggja marka forskot fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á laugardag. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fjögur mörk úr átta skotum í kvöld og gaf hvorki meira né minna en sjö stoðsendingar.