Frábær opnun í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2023 12:38 Magnús Björnsson með 73 sm hæng úr Kletthólma við opnun Laxárdals. Mynd: www.svfr.is Laxárdalurinn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og er nú að verða eitt af vinsælli urriðasvæðum landsins. Það er óhætt að segja að Laxárdalur hafi opnað með stæl en elstu menn muna ekki eftir öðrum eins stærðartölum þar við opnun. Alls komu 58 urriðar á land og þeir stærstu voru 70-73 sm en þegar tölfræðin er skoðuð voru meira en helmingur allra veiddra fiska stærri en 59 sm. Munurinn á þeim svæðum sem eru mest sótt í Laxá, Laxárdalurinn og Laxá í Mý er sá að það veiðist meira í Laxá í Mý en fiskurinn er stærri í Laxárdalnum. Einhverjar óseldar stangir eru til í Laxárdalinn hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en þær verða líklega fljótar að fara eftir þessar fréttir af aflabrögðum norðan heiða. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Það er óhætt að segja að Laxárdalur hafi opnað með stæl en elstu menn muna ekki eftir öðrum eins stærðartölum þar við opnun. Alls komu 58 urriðar á land og þeir stærstu voru 70-73 sm en þegar tölfræðin er skoðuð voru meira en helmingur allra veiddra fiska stærri en 59 sm. Munurinn á þeim svæðum sem eru mest sótt í Laxá, Laxárdalurinn og Laxá í Mý er sá að það veiðist meira í Laxá í Mý en fiskurinn er stærri í Laxárdalnum. Einhverjar óseldar stangir eru til í Laxárdalinn hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en þær verða líklega fljótar að fara eftir þessar fréttir af aflabrögðum norðan heiða.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði