Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals. Vísir/Einar Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna Olís-deild karla Valur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna
Olís-deild karla Valur Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira