„Hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2023 17:01 Hljómsveitin Celebs er komin í sumargírinn en þau voru að senda frá sér lag sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Vísir/Vilhelm „Lagið fjallar um hvernig það er í okkar höndum að hafa gaman af hlutum, sama þó að eitthvað leiðinlegt komi upp á,“ segir hljómsveitin Celebs, sem var að senda frá sér lagið Bongó, blús & næs. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Áritaða Astrópíu eintakið stendur upp úr „Hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir“ Blaðamaður ræddi við meðlimi Celebs en hljómsveitina skipa Suðureyrar systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Þau vöktu athygli í Söngvakeppninni í ár þar sem þau höfnuðu þriðja sætinu á lokakvöldinu með lagið Dómsdagsdans, eða Doomsday Dancing. „Við erum heldur betur glöð að hafa tekið þátt í Söngvakeppninni. Þetta er ógleymanleg reynsla, að vera uppi á þessu sviði fyrir framan alþjóð og það opnaði margar dyr ásamt því að skapa magnaðar minningar. Allt teymið sem kom að þessu, bæði hjá okkur Celebs genginu og starfsfólkið á RÚV, var alveg frábært. Tengslanetið víkkaði verulega og vinabönd sem spruttu fram voru ekki af verri endanum. Hápunkturinn reynslunar er vafalaust áritaða eintakið af Astrópíu,“ segja systkinin, sem fengu eftirminnilega Ragnhildi Steinunni til að veita eiginhandaráritun á gömlu Astrópíu eintaki. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús og næs: Klippa: Celebs - Bongó, blús & næs Treysta á það jákvæða Systkinin sækja í léttleika og jákvæðni í nýja laginu sínu ásamt því að snerta aðeins á ádeilu. „Ef Íslendingar biðu eftir góðu veðri til að fara í útilegu, þá færum við aldrei í útilegu. Það eru þúsund og ein ástæða til þess að nenna einhverju ekki og að vera í fýlu en allar þær skipta litlu máli ef maður setur traust sitt á það jákvæða. Skúli fúli mun ávallt reyna að rukka okkur fyrir sólskinið en hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir. Okkur langaði líka svolítið að reyna að kjarna einhverja stemningu, Íslendinginn í íslenska sumrinu jafnt og að spegla ástandið í samfélaginu þessa dagana. Stjórnvöld hafa lítið verið að gera varðandi verðbólgu og húsnæðisástand, kennandi kjarabaráttu verkalýðsins um verðbólgu og manni finnst eins og næstu aðgerðir sem verða kynntar gætu alveg eins verið að það eigi að fara að rukka fyrir sólskinið,“ segja þau um innblástur fyrir laginu. Hljómsveitin Celebs hefur virkilega gaman að tónlistinni.Celebs Tónlistin maraþon ekki spretthlaup Systkinin segja að það sem skiptir þau mestu máli í tónlistinni sé einfaldlega að hafa gaman að henni. „Tónlistin getur oft verið svaka dramatísk en maður þarf að stoppa sig af og endurhugsa stöðuna ef maður er farinn að pína sig til að spila og syngja. Tónlistin, eins og svo margt annað í lífinu, er maraþon ekki spretthlaup. Maður þarf að taka sigrum og ósigrum eins og þeir koma, muna að anda með nefinu og minna sig á að við erum ekki músíkin, músíkin er það sem við gerum, og við getum alltaf samið annað lag frekar heldur enn að láta stakt lag móta sjálfsmyndina meira en þörf er á.“ Celebs stefna á að koma mikið fram á árinu.Vísir/Vilhelm Celebs stefna á að spila víða um landið í sumar samhliða því að taka upp nýtt efni sem verður frumflutt á Iceland Airwaves hátíðinn seinna á árinu. „Svona á næstunni ætlum við bara að fókusa á þrennt, það er að semja, spila og hafa gaman af sumrinu. Það er alls konar fjör á planinu í náinni framtíð. Við stefnum á að semja og taka upp plötu á næstu misserum, svo eru tónleikar hér og þar sem við erum spennt til að spila á. Ef til vil er of snemmt að byrja að hæpaAirwaves tónleikana okkar í nóvember en við gerum það samt, því við erum svo spennt yfir þeim. Mætið með læti, það verður sturluð stemning, við lofum því, segja systkinin að lokum.“ Finnska Eurovision stjarnan Kaarija trónir á toppi Íslenska listans í þessari viku með lagið Cha Cha Cha en Daniil fylgir fast á eftir ásamt Friðriki Dór með lagið Aleinn. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Airwaves Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. 20. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Áritaða Astrópíu eintakið stendur upp úr „Hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir“ Blaðamaður ræddi við meðlimi Celebs en hljómsveitina skipa Suðureyrar systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Þau vöktu athygli í Söngvakeppninni í ár þar sem þau höfnuðu þriðja sætinu á lokakvöldinu með lagið Dómsdagsdans, eða Doomsday Dancing. „Við erum heldur betur glöð að hafa tekið þátt í Söngvakeppninni. Þetta er ógleymanleg reynsla, að vera uppi á þessu sviði fyrir framan alþjóð og það opnaði margar dyr ásamt því að skapa magnaðar minningar. Allt teymið sem kom að þessu, bæði hjá okkur Celebs genginu og starfsfólkið á RÚV, var alveg frábært. Tengslanetið víkkaði verulega og vinabönd sem spruttu fram voru ekki af verri endanum. Hápunkturinn reynslunar er vafalaust áritaða eintakið af Astrópíu,“ segja systkinin, sem fengu eftirminnilega Ragnhildi Steinunni til að veita eiginhandaráritun á gömlu Astrópíu eintaki. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús og næs: Klippa: Celebs - Bongó, blús & næs Treysta á það jákvæða Systkinin sækja í léttleika og jákvæðni í nýja laginu sínu ásamt því að snerta aðeins á ádeilu. „Ef Íslendingar biðu eftir góðu veðri til að fara í útilegu, þá færum við aldrei í útilegu. Það eru þúsund og ein ástæða til þess að nenna einhverju ekki og að vera í fýlu en allar þær skipta litlu máli ef maður setur traust sitt á það jákvæða. Skúli fúli mun ávallt reyna að rukka okkur fyrir sólskinið en hamingjan er hugarástand sem er jafngilt hvort sem það eru skin eða skúrir. Okkur langaði líka svolítið að reyna að kjarna einhverja stemningu, Íslendinginn í íslenska sumrinu jafnt og að spegla ástandið í samfélaginu þessa dagana. Stjórnvöld hafa lítið verið að gera varðandi verðbólgu og húsnæðisástand, kennandi kjarabaráttu verkalýðsins um verðbólgu og manni finnst eins og næstu aðgerðir sem verða kynntar gætu alveg eins verið að það eigi að fara að rukka fyrir sólskinið,“ segja þau um innblástur fyrir laginu. Hljómsveitin Celebs hefur virkilega gaman að tónlistinni.Celebs Tónlistin maraþon ekki spretthlaup Systkinin segja að það sem skiptir þau mestu máli í tónlistinni sé einfaldlega að hafa gaman að henni. „Tónlistin getur oft verið svaka dramatísk en maður þarf að stoppa sig af og endurhugsa stöðuna ef maður er farinn að pína sig til að spila og syngja. Tónlistin, eins og svo margt annað í lífinu, er maraþon ekki spretthlaup. Maður þarf að taka sigrum og ósigrum eins og þeir koma, muna að anda með nefinu og minna sig á að við erum ekki músíkin, músíkin er það sem við gerum, og við getum alltaf samið annað lag frekar heldur enn að láta stakt lag móta sjálfsmyndina meira en þörf er á.“ Celebs stefna á að koma mikið fram á árinu.Vísir/Vilhelm Celebs stefna á að spila víða um landið í sumar samhliða því að taka upp nýtt efni sem verður frumflutt á Iceland Airwaves hátíðinn seinna á árinu. „Svona á næstunni ætlum við bara að fókusa á þrennt, það er að semja, spila og hafa gaman af sumrinu. Það er alls konar fjör á planinu í náinni framtíð. Við stefnum á að semja og taka upp plötu á næstu misserum, svo eru tónleikar hér og þar sem við erum spennt til að spila á. Ef til vil er of snemmt að byrja að hæpaAirwaves tónleikana okkar í nóvember en við gerum það samt, því við erum svo spennt yfir þeim. Mætið með læti, það verður sturluð stemning, við lofum því, segja systkinin að lokum.“ Finnska Eurovision stjarnan Kaarija trónir á toppi Íslenska listans í þessari viku með lagið Cha Cha Cha en Daniil fylgir fast á eftir ásamt Friðriki Dór með lagið Aleinn. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Airwaves Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. 20. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01
Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. 20. maí 2023 17:01
Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00