Kiel mætti í kvöld Wetzlar og vann öruggan sigur 38-23. Liðið er nú með fjögurra stiga forystu á Magdeburg sem á leik á morgun gegn Stuttgart. Magdeburg verður að vinna sigur í þeim leik til að halda vonum sínum um að verja meistaratitilinn á lífi.
Kiel þarf aðeins eitt stig gegn Göppingen í lokaumferðinni á sunnudag til að tryggja sér titilinn en liðið er einnig með mun betri markatölu en Magdeburg og titillinn í raun nánast í höfn.
Arnar Freyr Arnarsson lék í liði Melsungen sem vann sigur á heimavelli gegn Hamm-Westfalen. Arnar Freyr skoraði tvö mörk í 30-29 sigri þar sem Timo Kastening skoraði sigurmark Melsungen tíu sekúndum fyrir leikslok. Elvar Freyr Jónsson var ekki með Melsungen vegna meiðsla.
Þá töpuðu lærisveinar Rúnar Sigtryggssonar á heimavelli gegn Lemgo. Lokatölur 33-30 en Viggó Kristjánsson er sem kunnugt frá vegna meiðsla hjá Leipzig.