Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2023 13:31 Það kastaðist í kekki milli Graysons Murray og Rorys McIlroy á fundi vegna samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. vísir/getty Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. Í fyrradag var greint frá því að PGA og LIV hefðu sameinast. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Leikmenn á PGA vissu heldur ekkert af samrunanum fyrr en þeir lásu um hann í fjölmiðlum. Þeir voru síðan kallaðir á fund af framkvæmdastjóra PGA, Jay Monahan. Grayson Murray, sem situr í 227. sæti heimslistans, var heitur á fundinum og öskraði á Monahan að segja af sér. „Við treystum þér ekki, Jay! Þú laust upp í opið geðið á okkur,“ sagði Murray. McIlroy þótti lítið til þessara ummæla Murrays koma og sagði honum einfaldlega að spila betur. Murray brást þá ókvæða við og sagði Norður-Íranum að fara til fjandans. Samkvæmt mönnum sem voru á fundinum skildu Murray og McIlroy þó sáttir á endanum og gátu leyft sér að brosa yfir ummælunum sem féllu. LIV-mótaröðin Golf Tengdar fréttir Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45 Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. 7. júní 2023 16:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að PGA og LIV hefðu sameinast. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Leikmenn á PGA vissu heldur ekkert af samrunanum fyrr en þeir lásu um hann í fjölmiðlum. Þeir voru síðan kallaðir á fund af framkvæmdastjóra PGA, Jay Monahan. Grayson Murray, sem situr í 227. sæti heimslistans, var heitur á fundinum og öskraði á Monahan að segja af sér. „Við treystum þér ekki, Jay! Þú laust upp í opið geðið á okkur,“ sagði Murray. McIlroy þótti lítið til þessara ummæla Murrays koma og sagði honum einfaldlega að spila betur. Murray brást þá ókvæða við og sagði Norður-Íranum að fara til fjandans. Samkvæmt mönnum sem voru á fundinum skildu Murray og McIlroy þó sáttir á endanum og gátu leyft sér að brosa yfir ummælunum sem féllu.
LIV-mótaröðin Golf Tengdar fréttir Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45 Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. 7. júní 2023 16:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. 7. júní 2023 14:45
Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. 7. júní 2023 16:30