Laxinn mættur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2023 08:50 Fyrsti laxinn sem gengur í Langá þetta sumarið Langá á Mýrum hefur lengi verið talin mesta síðsumars laxveiðiáin á vesturlandi en síðustu ár hefur þetta verið að breytast. Laxateljarinn er kominn niður í Langá og nýju búnaðurinn frá Vaka er búinn myndavél svo það er hægt að skoða laxana vel sem fara í gegn. Nú eru fyrstu laxarnir farnir í gegnum teljarann við fossinn Skugga og er það gleðiefni. Það er mikið vatn í Langá og fossinn þess vegna ólaxgengur og þá ætti að sjást hver einasti lax sem kemur til með að ganga upp í ána þangað til það sjatnar í henni og laxinn kemst líka upp Skugga. Langá opnar fyrir veiði 19. júní og eftir góðar opnanir í Norðurá og nú síðast í Þverá hljóta þeir sem byrja veiðar í ánni þetta sumarið að vera bjartsýnir en sami hópurinn hefur opnað ána í mörg ár. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Laxateljarinn er kominn niður í Langá og nýju búnaðurinn frá Vaka er búinn myndavél svo það er hægt að skoða laxana vel sem fara í gegn. Nú eru fyrstu laxarnir farnir í gegnum teljarann við fossinn Skugga og er það gleðiefni. Það er mikið vatn í Langá og fossinn þess vegna ólaxgengur og þá ætti að sjást hver einasti lax sem kemur til með að ganga upp í ána þangað til það sjatnar í henni og laxinn kemst líka upp Skugga. Langá opnar fyrir veiði 19. júní og eftir góðar opnanir í Norðurá og nú síðast í Þverá hljóta þeir sem byrja veiðar í ánni þetta sumarið að vera bjartsýnir en sami hópurinn hefur opnað ána í mörg ár.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði