„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 12. júní 2023 21:54 Fanndís segist stolt af sjálfri sér eftir að spila sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. „Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira
„Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira