Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 09:31 Rahm er ekki skemmt. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. Í síðustu viku var tilkynnt um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs hinni fornfrægu PGA-mótaröð frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Síðan þá hefur mikill titringur verið innan golfheimsins og forráðamenn PGA hótað kylfingum sem ganga til liðs við LIV öllu illu. Helsta ástæðan fyrir því að menn færðu sig yfir var sú að það er einfaldlega miklu betur borgað að keppa á LIV-mótaröðinni. Nú hafa þessar tvær mótaraðir sameinast ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Eins og gefur að skilja eru margir kylfingar hissa, aðrir reiðir og svo öðrum sem er í raun alveg sama. Matt Fitzpatrick stendur til að mynda á gati. Jon Rahm, næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, er einn þeirra sem líður eins og forráðamenn PGA hafi svikið kylfinga mótaraðarinnar. Hann hafnaði tilboði frá LIV upp á 200 milljónir Bandaríkjadala [Rúmlega 27 og hálfan milljarð íslenskra króna]. „Ég hélt það myndi kvikna í símanum mínum á einum tímapunkti,“ sagði Rahm í viðtali sem birt var á vef BBC, um þann fjölda skilaboða sem honum barst eftir að fréttirnar bárust. „Við erum þar að við erum eitt stórt spurningarmerki og höfum ekki fengið svörin sem við viljum. Maður vill hafa trú á þeim sem stjórna og ég vil trúa því að þetta sé það besta fyrir okkur alla en það er greinilega ekki samstaða um það. Almenna tilfinningin er sú að fjölda fólks líður eins og þau hafi verið svikin.“ Jon Rahm admits frustrated PGA Tour players feel a sense of betrayal by the PGA Tour brass after last week s bombshell announcement of a deal with Saudi Arabia s Public Investment Fund https://t.co/Q0SQnUgFWV— Independent Sport (@IndoSport) June 14, 2023 Rahm tók fram að hann væri enginn viðskiptasérfræðingur en þeir sem stjórnuðu væru það og því myndu þeir taka betri ákvörðun en hann. Hann sagði þó að endingu að enn væri of mörgum spurningum ósvarað. „Ég vissi í raun ekki hvað var í gangi og veit það ekki enn,“ sagði Scottie Scheffler, besti kylfingur heims um þessar mundir, en hvorki hann né Rahm höfðu hugmynd um að PGA-mótaröðin væri að íhuga samruna við LIV. Brooks Koepka, einn af þeim sem stökk á gylliboð LIV á sínum tíma, sagði að kylfingar LIV-mótaraðarinnar hefði ekki heldur haft hugmynd að mótaraðirnar væru að íhuga sameiningu. „Við vissum ekki neitt. Ég held þetta hafi komið öllum á óvart,“ sagði Koepka en hann virðist njóta ringulreiðarinnar. Hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og segist aldrei spila betur en þegar hlutirnir eru í algjörri ringulreið. „Það verður allt hægara og ég get einbeitt mér betur. Ég þarf að einbeita mér á meðan allir aðrir eru að díla við ringulreiðina og hugsa um aðra hluti,“ sagði Koepka að lokum. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Í síðustu viku var tilkynnt um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs hinni fornfrægu PGA-mótaröð frá Bandaríkjunum á síðasta ári. Síðan þá hefur mikill titringur verið innan golfheimsins og forráðamenn PGA hótað kylfingum sem ganga til liðs við LIV öllu illu. Helsta ástæðan fyrir því að menn færðu sig yfir var sú að það er einfaldlega miklu betur borgað að keppa á LIV-mótaröðinni. Nú hafa þessar tvær mótaraðir sameinast ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Eins og gefur að skilja eru margir kylfingar hissa, aðrir reiðir og svo öðrum sem er í raun alveg sama. Matt Fitzpatrick stendur til að mynda á gati. Jon Rahm, næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, er einn þeirra sem líður eins og forráðamenn PGA hafi svikið kylfinga mótaraðarinnar. Hann hafnaði tilboði frá LIV upp á 200 milljónir Bandaríkjadala [Rúmlega 27 og hálfan milljarð íslenskra króna]. „Ég hélt það myndi kvikna í símanum mínum á einum tímapunkti,“ sagði Rahm í viðtali sem birt var á vef BBC, um þann fjölda skilaboða sem honum barst eftir að fréttirnar bárust. „Við erum þar að við erum eitt stórt spurningarmerki og höfum ekki fengið svörin sem við viljum. Maður vill hafa trú á þeim sem stjórna og ég vil trúa því að þetta sé það besta fyrir okkur alla en það er greinilega ekki samstaða um það. Almenna tilfinningin er sú að fjölda fólks líður eins og þau hafi verið svikin.“ Jon Rahm admits frustrated PGA Tour players feel a sense of betrayal by the PGA Tour brass after last week s bombshell announcement of a deal with Saudi Arabia s Public Investment Fund https://t.co/Q0SQnUgFWV— Independent Sport (@IndoSport) June 14, 2023 Rahm tók fram að hann væri enginn viðskiptasérfræðingur en þeir sem stjórnuðu væru það og því myndu þeir taka betri ákvörðun en hann. Hann sagði þó að endingu að enn væri of mörgum spurningum ósvarað. „Ég vissi í raun ekki hvað var í gangi og veit það ekki enn,“ sagði Scottie Scheffler, besti kylfingur heims um þessar mundir, en hvorki hann né Rahm höfðu hugmynd um að PGA-mótaröðin væri að íhuga samruna við LIV. Brooks Koepka, einn af þeim sem stökk á gylliboð LIV á sínum tíma, sagði að kylfingar LIV-mótaraðarinnar hefði ekki heldur haft hugmynd að mótaraðirnar væru að íhuga sameiningu. „Við vissum ekki neitt. Ég held þetta hafi komið öllum á óvart,“ sagði Koepka en hann virðist njóta ringulreiðarinnar. Hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og segist aldrei spila betur en þegar hlutirnir eru í algjörri ringulreið. „Það verður allt hægara og ég get einbeitt mér betur. Ég þarf að einbeita mér á meðan allir aðrir eru að díla við ringulreiðina og hugsa um aðra hluti,“ sagði Koepka að lokum.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira