„Talar um hvernig allt er breytt á einu augnabliki“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júní 2023 10:00 Klara Elias var að gefa út lagið Nýjan stað og ræddi um það við blaðamann. Vísir/Hulda Margrét „Úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um lagið Nýjan stað, sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður tók púlsinn á Klöru. Lagið er unnið í samvinnu við Halldór Gunnar en Klara segir þau hafa mjög sambærilegan smekk þegar það kemur að því að semja og finna melódíur og texta. Hér má sjá textamyndband við lagið Nýjan stað: Klippa: Klara Elias - Nýjan stað „Það er eiginlega búið að standa til að semja lag saman síðan við unnum saman fyrst. Ég kynntist Halldóri þegar ég söng í fyrsta skipti á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum og ég söng með honum og bandinu hans Albatross í upphitun fyrir Brekkusöng. Ég er eiginlega búin að reyna draga hann með mér í allt sem ég geri síðan þá,“ segir Klara. Saman mynda þau gott tvíeyki og hefur ekki verið erfitt fyrir þau að fá hugmyndir þegar það kemur að lagasmíðinni. Klara og Halldór Gunnar unnu saman að laginu Nýjan stað sem Klara flytur.Hafþór Karlsson „Það hefur hingað til verið eins og innblásturinn finni okkur frekar en við hann. Ef við fengjum að ráða þá værum við að semja einhverja blöndu af Ísland er land þitt, Harry Styles og Bítlunum í hvert skipti. Við settumst niður með það að markmiði að bara sjá hvað myndi gerast þennan dag og úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf.“ Lagið Nýjan stað er á persónulegum nótum. „Textinn talar um hvernig allt er breytt á einu augnabliki og framtíð sem maður sá fyrir sér með þessari manneskju er horfin. En svo er þetta litla móment í lok sambandsslita eða skilnaðar þar sem maður veit að maður gerði rétt og á sama tíma áttar sig á því að það er eitthvað fallegt og betra framundan. Nýjan stað vísar í tilhugsunina að finna eða vera búin að finna nýjan stað fyrir hjartað sitt og elska aftur.“ Klara var að gefa út lagið Nýjan stað sem er á persónulegum nótum.Michael Clifford Það er nóg um að vera hjá Klöru sem er spennt fyrir viðburðaríku sumri. „Ég er að syngja út um allt í sumar og ætla að halda tónleika í Bæjarbíói þann 15. júlí. Þar fyrir utan fékk ég þann heiður að vera Fjallkona Hafnarfjarðar þann 17. júní og ég ætla að brjóta hefðir örlítið með minni túlkun á henni um helgina. Ég mun flytja ávarpið í formi lags sem ég fékk einmitt Halldór með mér í að semja. Ég flyt lagið og ávarpið kl 13:30 á laugardaginn ásamt karlakórnum Þrestir. Ég hlakka mikið til.“ Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22 Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið er unnið í samvinnu við Halldór Gunnar en Klara segir þau hafa mjög sambærilegan smekk þegar það kemur að því að semja og finna melódíur og texta. Hér má sjá textamyndband við lagið Nýjan stað: Klippa: Klara Elias - Nýjan stað „Það er eiginlega búið að standa til að semja lag saman síðan við unnum saman fyrst. Ég kynntist Halldóri þegar ég söng í fyrsta skipti á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum og ég söng með honum og bandinu hans Albatross í upphitun fyrir Brekkusöng. Ég er eiginlega búin að reyna draga hann með mér í allt sem ég geri síðan þá,“ segir Klara. Saman mynda þau gott tvíeyki og hefur ekki verið erfitt fyrir þau að fá hugmyndir þegar það kemur að lagasmíðinni. Klara og Halldór Gunnar unnu saman að laginu Nýjan stað sem Klara flytur.Hafþór Karlsson „Það hefur hingað til verið eins og innblásturinn finni okkur frekar en við hann. Ef við fengjum að ráða þá værum við að semja einhverja blöndu af Ísland er land þitt, Harry Styles og Bítlunum í hvert skipti. Við settumst niður með það að markmiði að bara sjá hvað myndi gerast þennan dag og úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf.“ Lagið Nýjan stað er á persónulegum nótum. „Textinn talar um hvernig allt er breytt á einu augnabliki og framtíð sem maður sá fyrir sér með þessari manneskju er horfin. En svo er þetta litla móment í lok sambandsslita eða skilnaðar þar sem maður veit að maður gerði rétt og á sama tíma áttar sig á því að það er eitthvað fallegt og betra framundan. Nýjan stað vísar í tilhugsunina að finna eða vera búin að finna nýjan stað fyrir hjartað sitt og elska aftur.“ Klara var að gefa út lagið Nýjan stað sem er á persónulegum nótum.Michael Clifford Það er nóg um að vera hjá Klöru sem er spennt fyrir viðburðaríku sumri. „Ég er að syngja út um allt í sumar og ætla að halda tónleika í Bæjarbíói þann 15. júlí. Þar fyrir utan fékk ég þann heiður að vera Fjallkona Hafnarfjarðar þann 17. júní og ég ætla að brjóta hefðir örlítið með minni túlkun á henni um helgina. Ég mun flytja ávarpið í formi lags sem ég fékk einmitt Halldór með mér í að semja. Ég flyt lagið og ávarpið kl 13:30 á laugardaginn ásamt karlakórnum Þrestir. Ég hlakka mikið til.“ Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22 Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00 Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 „Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. 12. október 2022 14:22
Klara í The Kardashians Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi. 5. júlí 2022 11:00
Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. 10. júní 2022 12:01
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01
„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. 21. júlí 2022 12:31