„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi. vísir/daníel Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“ Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“
Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira